Gestadvöl fyrir UNESCO höfunda í Gröndalshúsi

 

Rithöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO gefst kostur á að sækja um mánaðardvöl í Gröndalshúsi á hverju ári. Fyrsti höfundurinn, Chantal Ringuet, dvaldi í húsinu í október 2019 en hún er fædd og uppalin í Québec City, sem hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá 2017.

Vegna heimsfaraldurs Covid-19 féll gestadvölin niður árið 2020 en í október 2021 verður Fiona Khan frá Bókmenntaborginni Durban í S-Afríku gestahöfundur í Gröndalshúsi.