Gestadvöl fyrir UNESCO höfunda í Gröndalshúsi

 

Rithöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO gefst kostur á að sækja um mánaðardvöl í Gröndalshúsi á hverju ári. Fyrsti höfundurinn, Chantal Ringuet, dvaldi í húsinu í október 2019 en hún er fædd og uppalin í Québec City, sem hefur verið Bókmenntaborg UNESCO frá 2017.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir árið 2020 og skal þeim skilað fyrir 1. mars.  Að þessu sinni er gestadvölin ætluð barnabókahöfundi í tengslum við Mýrina - alþjóðlegu barnabókmenntahátíðina í Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna hér á ensku