Grasrótarsamstarf

 

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO styður við verkefni sem snúa að nýrækt og grasrótarstarfi á sviði orðlista í Reykjavík í víðum skilningi. Skáld og aðrir listamenn, grasrótarforlög og félagasamtök geta sóst eftir stuðningi og / eða samstarfi við Bókmenntaborgina til að koma hugmyndum í framkvæmd, hvort sem þær felast í að koma á fót viðburðum fyrir almenning, smiðjum, skólatengdum verkefnum, þjónustu við ferðamenn eða öðrum verkefnum á þessu sviði. Ekki er stutt við útgáfu einstakra bókmenntaverka nema í tengslum við hátíðir eða aðra viðburði sem Bókmenntaborgin á aðild að, svo sem Lestrarhátíð í Bókmenntaborg.

Áherslur sjóðsins eru breytilegar milli ára í samræmi við þau verkefni sem eru í brennidepli hverju sinni. Árið 2016 er áhersla lögð á samspil orða og mynda, en grasrótarsamstarf einskorðast þó ekki við slík verkefni.

Tekið er við umsóknum allt árið. Þær eru lagðar fyrir stjórn Bókmenntaborgarinnar og berst umsækjanda svar eigi síðar en 8 vikum eftir að umsókn er skilað, nema yfir sumarmánuðina. Skila skal greinargóðri lýsingu á verkefninu, tíma- og kostnaðaráætlun. Hljóti verkefni stuðning þarf að skila greinargerð um framkvæmd þess að verkefninu loknu.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri: kristin.vidarsdottir@reykjavik.is.

Umsóknir skulu berast á netfangið: bokmenntaborgin@reykajvik.is