Leiðarljós Skapandi borga UNESCO

Samstarfsnet Skapandi borga UNESCO / UNESCO Creative Cities Network (UCCN) var sett á laggirnar árið 2004. Það vinnur að því að efla samvinnu á milli borga sem hafa viðurkennt skapandi starf sem stefnumarkandi þátt í sjálfbærri þróun borga í efnahagslegu, félagslegu, menningarlegu og umhverfislegu tilliti.
Með því að ganga í samstarfsnetið skuldbinda borgir sig til að deila árangursríkum starfsháttum og þróa samstarf sem ýtir undir sköpun og skapandi greinar, styrkir þátttöku í menningarlífi og til að gera menningu að hluta af borgarskipulagi og þróun borgarinnar.
Samstarfsnet skapandi borga UNESCO tekur til sjö listsviða: bókmennta, handverks og alþýðulista, hönnunar, kvikmyndalistar, margmiðlunarlistar, matagerðarlistar og tónlistar.
MARKMIÐ
Samstarfsnet Skapandi borga UNESCO stefnir að því að:
- styrkja alþóðlega samvinnu milli borga sem hafa viðurkennt skapandi starf sem stefnumarkandi þátt í sjálfbærri þróun borga;
- ýta undir og auka framtak innan borgarinnar sem stuðlar að því að skapandi starf sé stefnumarkandi hluti borgarþróunar, sérstaklega með samvinnu opinberra aðila, einkaaðila og borgaranna;
- styðja við sköpun, framleiðslu, dreifingu og miðlun menningarviðburða, -varnings og þjónustu;
- skapa menningar- og nýsköpunarkjarna og auka tækifæri fyrir skapandi fólk og fagfólk í menningargeiranum;
- bæta aðgengi að og þátttöku í menningarlífi svo og neyslu á menningarlegri sköpun og þjónustu, ekki síst með tilliti til jaðarhópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja;
- menning og skapandi starf sé hluti af opinberri stefnumörkun í borgarþróun og -skipulagi.
AÐGERÐAÁÆTLUN
Markmið samstarfsnets Skapandi borga UNESCO eru innleidd innan hverrar borgar í samstarfsnetinu, svo og á alþjóðlegum vettvangi, og er sérstaklega hugað að eftirfarandi:
- að deila reynslu, þekkingu og árangursríkum starfsháttum;
- frumkvöðlaverkefnum, samstarfi og að stuðlað sé að samvinnu milli einkaaðila, opinberra aðila og almennra borgara;
- vinnuskiptum og samstarfsneti fyrir fagaðila og listamenn;
- rannsóknum, könnunum og mati á reynslu Skapandi borga UNESCO;
- stefnumörkun og leiðum til að stuðla að sjálfbærri þróun borga;
- starfi a sviði miðlunar og vitundarvakningar.