Beint í efni

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í ár verður ýmislegt um að vera af þessu tilefni eins og jafnan og hér má sjá brot af því sem boðið er upp á föstudaginn 16.nóvember 2012. Íslenskuverðlaun unga fólksins í Bókmenntaborginni Reykjavík. Harpa kl. 16:00 Sextíu og þrír grunnskólanemar munu taka við verðlaunum úr hendi frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara verðlaunanna. Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, setur verðlaunaathöfnina, en að því loknu hefst hátíðardagskrá þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp, kvartett úr Skólahljómsveit Austurbæjar leikur og nemendur úr Dalskóla lesa og syngja fyrir gesti. Verðlaunin hafa nú hlotið nýtt nafn í tilefni þess að Reykjavík er orðin ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Athöfnin fer fram í Norðurljósasalnum í Hörpu. Dagskrá í söfnum Borgarbókasafns Reykjavíkur: AÐALSAFN KL. 15.30 Börn af leikskólunum Drafnarborg og Dvergasteini syngja. ÁRSAFN KL kl. 11-16 Maraþonlestur frá 11-16 . Ruggustóllinn verður á sínum stað og opinn hljóðnemi. Boðið verður upp á ástarpunga með kaffinu í tilefni dagsins. Gestir eru hvattir til að láta ljós sitt skína. FOLDASAFN KL. 13 OG 15.30 Hálfgerðir englar og tvöfaldur regnbogi: limrur og dagbókarbrot. Sigurður Jón Ólafsson les kl. 13. Börn af leikskólanum Sunnufold syngja valin lög í tilefni dagsins kl. 15.30. GERÐUBERGSSAFN KL. 11 Hálfgerðir englar og tvöfaldur regnbogi:limrur og dagbókarbrot. Sigurður Jón Ólafsson les. KRINGLUSAFN KL. 13 OG 14 Börn af leikskólanum Álftaborg syngja valin lög í tilefni dagsins kl. 13. Hálfgerðir englar og tvöfaldur regnbogi: limrur og dagbókarbrot. Sigurður Jón Ólafsson les kl. 14. SÓLHEIMASAFN KL. 13.30 og 15 Nemendur úr Tónskóla Sigursveins leika fyrir gesti kl. 13.30 Hálfgerðir englar og tvöfaldur regnbogi: limrur og dagbókarbrot. Sigurður Jón Ólafsson les kl. 15. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu: kl. 17:15 hefst hin árvissa Jónasarvaka í Þjóðmenningarhúsinu. Á vökunni er Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúruvísindamanns, minnst á fjölbreyttan hátt og dagskráin í ár er á þessa leið: Markús Örn Antonsson, forstöðumaður Þjóðmenningarhússins, setur samkomuna. Dr. Guðrún Kvaran, stofustjóri orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur erindið Málblíðar mæður, hnjúkafjöllin himinblá og tunglmyrkvar Júpíters. Jónas Hallgrímsson er óumdeilanlega eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar. Ein ástæða þess að ljóð hans urðu jafn vinsæl og raunin er felst í því hve góður orðasmiður hann var. Hann hafði næmi fyrir blæbrigðum tungumálsins sem gerði honum kleift að tjá hugsanir sínar og annarra með nýjum orðum sem þó virtust gamalkunn og eins og hluti af grunnorðaforða málsins. En Jónas orti ekki aðeins ljóð. Hann var afbragðs þýðandi og skrifaði einnig um fræðasvið sitt, náttúrufræðina. Á þessum vettvangi vantaði orð til að koma efni til skila til almennings og þau myndaði Jónas leikandi létt. Í erindinu verða sýnd dæmi um orðasmíð Jónasar í ljóðum og lausu máli. Björg Þórhallsdóttir, sópran, syngur lög við ljóð Jónasar við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Að einsöng loknum syngja allir saman Vísur Íslendinga. Kynnir er Tryggvi Gíslason, formaður menningarfélagsins Hraun í Öxnadal en félagið heldur Jónasarvöku í samvinnu við Þjóðmenningarhúsið. Málþing í Háskóla Íslands, Árnagarði: Mímir, félag stúdenta í íslenskum fræðum, stendur fyrir hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Málþingið verður haldið í Árnagarði við Suðurgötu, í stofu 301 og hefst kl. 17:00. Fundarstjórn er í höndum Ásdísar Helgu Jóhannesdóttur. Dagskrá: Er hrakspá Rasks að rætast? Hugleiðingar um sótt og stafrænan dauða íslenskunnar Eiríkur Rögnvaldsson - prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands Upplestur: Dagur Hjartarson Upplestur Einar Kárason Hlé Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar, Ölgerðarinnar, Norðlenska og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum App eða stefja – þurfum við nýyrði? Ágústa Þorbergsdóttir – verkefnisstjóri á málræktarsviði Árnastofnunar Hvernig er málvernd innan fjölmiðla háttað í reynd? Magnús Teitsson – prófarkalesari Tökusagnir: sterk beyging, sterkt mál! Kristján Gauti Karlsson – formaður Mímis, félags íslenskunema Íslensk textagerð rís á ný Valur Snær Gunnarsson – rithöfundur og blaðamaður Tónlist Svavar Knútur – tónlistarmaður með meiru Allir eru velkomnir á samkomuna og aðgangseyrir er enginn. Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð: Kristján Jóhann Jónsson fjallar um Gríms Thomsen. Erindið hefst kl. 12. Ljóðaþrenna á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi: Eyþór Árnason, Benedikt Jóhannsson og Þórður Helgason lesa úr ljóðum sínum. Katrín Magnúsdóttir syngur lög við texta Benedikts Jóhannssonar. Rúnar Steinn Benediktsson leikur undir á gítar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Málþing um yndislestur á Akureyri: Barnabókasetur og Háskólinn á Akureyri standa fyrir málþinginu YNDISLESTUR - aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri. Málþingið verður föstudaginn 16. nóvember í Háskólanum á Akureyri á Degi íslenskrar tungu og afmælisdegi hins ástsæla barnabókahöfundar Jóns Sveinssonar, Nonna. Málþingið fer fram í stofu M101 og hefst kl. 16:15. Á málþinginu verður rætt um unga lestrarhesta, lestrarhvetjandi verkefni og spennandi leiðir til að kveikja áhuga barna á bókum og lestri. Dagskrá: Kl. 16:15 Málþing sett Frá nostalgíu til nútímans - Fyrstu níu mánuðir Barnabókasetursins Brynhildur Þórarinsdóttir, formaður stjórnar, barnabókahöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri „Sumir segja að ég sé svo klikkuð af því að ég les svo mikið"  Lestrarvenjur ungra lestrarhesta - rannsóknarniðurstöður Barnabókaseturs Kristín Heba Gísladóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri Fágæti og furðuverk, lestrarhvetjandi verkefni fyrir nemendur sem unnið er heima í samstarfi við foreldra Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar Háskólans við Akureyri Skólasafnið, mikilvægur stuðningur við læsi í víðum skilningi Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla (Hjalla) Kópavogi Að temja tíðarandann ... hvernig fáum við börn til að lesa? Kristín Helga Gunnarsdóttir, barnabókahöfundur Kl. 18:15 Málþingi slitið Fundarstýra er Sigrún Klara Hannesdóttir, fyrrverandi landsbókavörður.