Beint í efni

Leshringur um Íslendingasögur

Í Sólheimasafni Borgarbókasafns hefur nú verið settur á laggirnar leshringur sem einbeitir sér að lestri Íslendingasagna. Hann mun hittast síðasta mánudag hvers mánaðar kl. 17:30 - 18:30 og er fyrsti fundurinn þann 25. febrúar. Öllum er velkomið að taka þátt, hvort sem fólk hefur lesið sögurnar áður eða ekki. Umsjónarmenn Íslendingasagnahringsins eru Sigurður Jón Ólafsson og Sigurbjörg Björnsdóttir. Þeir sem vilja skrá sig í leshringinn geta sent  þeim tölvupóst (sigurdur.jon.olafsson@reykjavik.is og sigurbjorg.bjornsdottir@reykjavik.is) en skráning fer einnig fram í Sólheimasafni. Leshringir Borgarbókasafns eru þar með orðnir fjórir. Hinir þrír eru „glæpasagnahringur“ í aðalsafni í Tryggvagötu, klúbburinn „Gamalt og gott“, sem einnig hittist í aðalsafni og loks hringur sem hittist í Ársafni og tekur fyrir „konu- og karlabækur“.  Upplýsingar um leshringina, fundartíma og umsjónarmenn þeirra er að finna á vef Borgarbókasafns.