Ljóð

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1981
Flokkur: 

Safn af ljóðum Vilborgar úr bókunum Laufið á trjánum (1960), Dvergliljur (1968) og Kyndilmessa (1971), auk þýddra ljóða og ljóða sem birtust í blöðum og tímaritum frá 1971-81.

Úr Ljóðum:

Napóleon [eftir Miroslav Holub]

Börn, hvenær var
Napóleon Bonaparte
fæddur? spyr kennarinn.
Fyrir þúsund árum, segja börnin.
Fyrir hundrað árum, segja börnin
Enginn veit það.

Börn, hvað var það sem
Napóleon Bonaparte
gerði? spyr kennarinn.
Hann vann stríð, segja börnin.
Hann tapaði stríði, segja börnin.
Enginn veit það.
Slátrarinn okkar átti hund
segir Frankí
og hann hét Napóleon
og slátrarinn var vanur að berja hann
og hundurinn dó
úr hungri
fyrir ári.
Og nú vorkenna öll börnin
Napóleon.

(92)