Beint í efni

Skáldaíbúð

Gröndalshús - Skáldaíbúð

Í Gröndalshúsi er skáldaíbúð sem leigð er rithöfundum, fræðimönnum og þýðendum að utan sem vilja dvelja í Reykjavík við ritstörf. Húsið er í Grjótaþorpi í miðbæ Reykjavíkur. Dvalartími er frá tveimur til átta vikna. 

Leiga er 42.000 kr. á viku. Ef fleiri en einn gestur dvelur í íbúðinni bætist við 3.500 kr fyrir hvern gest, hverja viku. Athugið að leiguverð hækkar skv. vísitölu í byrjun árs 2022.

Íbúðin samanstendur af svefnherbergi með stóru hjónarúmi, stofu með tvíbreiðum svefnsófa, fullbúnu eldhúsi og borðstofu/vinnukrók. Þvottavél er í íbúðinni og sængur og sængurfatnaður fylgir auk handklæða. Frí nettenging. 

Nánari lýsing:

Svefnherbergi með stóru hjónarúmi og sjónvarpi.
Stofa með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi.
Fullbúið eldhús.
Borðkrókur sem einnig nýtist sem vinnurými.
Baðherbergi með sturtu.
Þvottavél.
Frí nettenging.
Sængurfatnaður og handklæði fylgja. 

Sjá dagatal með upplýsingum um lausar vikur

Bókanir og nánari upplýsingar: bokmenntaborgin@reykjavik.is