Beint í efni

Steinbryggja - Vilborg Dagbjartsdóttir

Hér má hlusta á upplestur Vilborgar Dagbjartsdóttur á ljóðunum „Kyndilmessa III“, „Vetur“, „Ráðið“ og „Í japönskum þönkum“. Vilborg hefur lengi verið í hópi þekktustu skálda þjóðarinnar. Fyrsta ljóðabók hennar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins