Beint í efni
kl.
Borgarbókasafnið I Menningarhús Úlfarsárdal
Úlfarsbraut 122, 113 Reykjavík

Vísinda Villi

Flestir krakkar á Íslandi eru farnir að þekkja Vísinda Villa en ef ekki þá er tækifærið til að kynnast honum og uppátækjum hans núna! Um árabil hefur Vísinda Villi leitt krakka í gegnum ævintýraheim vísindanna eins og honum einum er lagið. Síðastliðið haust (2021) var hægt að fylgjast með honum í þáttaröðinni Tilraunir með Vísinda Villa á Sjónvarpi Símans en auk þess hefur hann gefið út fimm fróðlegar vísindabækur fyrir krakka sem hægt er að fá lánaðar á bókasafninu. Nánari upplýsingar veitir: Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is