Vinnuaðstaða í Gröndalshúsi

Vinnurými í Gröndalshúsi

 

Í risi Gröndalshúss er vinnuaðstaða til leigu fyrir einstaklinga eða hópa í skapandi starfi. Um er að ræða tvö herbergi sem leigjast út sitt í hvoru lagi. Á hæðinni er auk þess lítið eldhús, borðkrókur/fundarými og snyrting. 

Gröndalshús er í hjarta miðborgarinnar á horni Fischersunds og Mjóstrætis. Á aðalhæð hússins er sýning um ævi og störf skáldsins Benedikts Gröndals, sem bjó í húsinu frá 1888 - 1907, og er hún opin fjóra daga í viku. 

Rými A 

Í herberginu eru nú tvö skrifborð, leiga fyrir hvort skrifborð er 28.000 kr. á mánuði. 
Ef herbergið er leigt í einu lagi er leigan 50.000 kr. á mánuði.

Rými B

Í herberginu eru nú tvö skrifborð, leiga fyrir hvort skrifborð er 28.000 kr. á mánuði. 
Ef herbergið er leigt í einu lagi er leigan 50.000 kr. á mánuði. 

Innifalið í leigu er netaðgangur og þrif. Í eldhúsi er ísskápur, kaffivél, hraðsuðuketill og borðbúnaður. Einnig fylgja afnot af stofum Gröndals fyrir smærri viðburði fyrir almenning, s.s. stofuspjall, upplestur eða aðra menningarviðburði. 

Leigutími er 3 – 6 mánuðir með möguleika á framlengingu. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi leigu.

Nánari upplýsingar: bokmenntaborgin@reykjavik.is