Vídeó eftir Johönnu Rantanen Pyykkö unnið fyrir verkefnið Waters and Harbours in the North í Gautaborg haustið 2017. Með textum eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, Mark Illis, Stefan Larsson og Marjun Syderbø Kjelnæs.
Waters and Harbours in the North var alþjóðlegt verkefni með þátttöku rithöfunda og listamanna frá Reykjavík, Gautaborg, Newcastle og Þórshöfn í Færeyjum. Að því stóðu Författarcentrum í Gautaborg, New Writing North í Newcastle, Norðurlandahúsið í Færeyjum og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.
Rithöfundarnir sem tóku þátt í verkefninu voru Bryndís Björgvinsdóttir, Gunnar Helgason, Jónas Reynir Gunnarsson og Haukur Ingvarsson frá Reykjavík, Degna Stone , Laura Steven, Mark Illis og Michael Chaplin frá Newcastle, Marjun Syderbø Kjelnæs, Oddfridur Marni Rasmussen, Rakel Helmsdal og Trygvi Danielsen frá Þórshöfn, Hann Jedvik, Hanna Wikman, Mattias Hagberg og Stefan Larsson frá Gautaborg.
Vídeó gerðu María Dalberg (Reykjavík), Brandur Patursson (Þórshöfn), Johanna Rantanen Pyykkö (Gautaborg) og Northern Stars Documentary Academy (Newcastle).
Verkefnið var styrkt af Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum.