Beint í efni

Grasið syngur

Grasið syngur
Höfundur
Birgir Sigurðsson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1986
Flokkur
Skáldsögur

Doris Lessing: The Grass is Singing. Gefin út af Máli og menningu 1990.

Af bókarkápu:

DULARFULLT MORÐ
Frá sérstökum fréttaritara:
... Mary Turner, eiginkona Richards Turner, bónda í Ngesi, fannst myrt á veröndinni framan við hús þeirra hjóna í gærmorgun. Heimilisþjónninn var handtekinn og hefur játað á sig glæpinn.
Ástæður glæpsins eru ókunnar...

Grasið syngur er saga Mary, hvítrar konu í Rhódesíu, sem kveður tilbreytingarlaust líf í borginni og hafnar í gæfusnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hefur andúð á lífinu í sveitinni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækisfullri hörku snýst hún gegn svörtum þjóni sínum sem hún bæði laðast að og fyrirlítur, uns valdið snýst að lokum í höndum hennar.


Úr Grasið syngur:
 
 Ég fór fyrst heim til yðar, Slatter, sagði hann, kinkaði kolli til Tony og leit rannsakandi á hann. Svo fór hann inn í svefnherbergið. Og viðbrögð hans voru þau sömu og Charlies: Hefndarfýsn gagnvart morðingjanum, vorkunnsemi gagnvart Dick en bitur reiði og fyrirlitning gagnvart Mary: Denham yfirlögregluþjónn hafði búið mörg ár í landinu. Í þetta skipti sá Tony svipinn sem kom á andlitið og brá ónotalega. Þessi svipur, sem hafði komið á mennina báða þegar þeir stóðu yfir líkinu og virtu það fyrir sér, vakti honum óró, jafnvel ótta. Hann fann til viðbjóðs en fyrst og fremst til meðaumkunar af því að hann vissi það sem hann vissi. Viðbjóðstilfinning hans var sú sama og hann hefði fundið gagnvart öllu sem var þjóðfélagslega afbrigðilegt, í rauninni ekki annað en andúð sem verður til vegna skorts á ímyndunarafli. En djúp og frumstæð andstyggð og ótti mannanna tveggja kom honum í opna skjöldu.

(s. 21-22)

Fleira eftir sama höfund

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Lesa meira

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum

Lesa meira

Marta Quest

Lesa meira

Algjört rugl

Lesa meira

Réttu mér fána

Lesa meira

Korpúlfsstaðir : saga glæsilegasta stórbýlis á Íslandi

Lesa meira

Grasmaðkur : leikrit í fjórum þáttum

Lesa meira

60 valdar ljóðskákir stórmeistarans Davíðs Bronsteins í tilefni hálfrar aldar afmælis hans 19. febrúar 1974.

Lesa meira

Á jörð ertu kominn

Lesa meira