Beint í efni

Marta Quest

Marta Quest
Höfundur
Birgir Sigurðsson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Skáldsögur

Þýðing á Marta Quest eftir Doris Lessing.

Um bókina

Marta er uppreisnargjörn sveitastúlka af breskum ættum í Afríku. Hún tvístígur á mörkum bernsku og þroska - full sjálfsvorkunnar og bræði - sárkvalin í skjóli hégómlegra og lítilsigldra foreldra. Hún elur með sér rómantískar hugsjónir um réttlátara samfélag í landi þar sem kynþáttakúgun ríkir, og dreymir dagdrauma um persónulegt frelsi hinnar fullorðnu konu.

Í sögulok hefur Marta um skeið hrærst í hópi skemmtanasjúkrar æsku í borginni, notið kynlífs í fyrsta sinn og tvístígur enn á nýjum tímamótum. Sögu hennar er þó ekki lokið, því þessi bók er upphafið á þeim meistaralega sagnabálki sem Doris Lessing nefndi síðar Börn ofbeldisins - ástríðufull þroskasaga sem byggir að miklu leyti á lífi skáldkonunnar - saga nútímakonu í átökum við samvisku sína og samtíð.


Úr Mörtu Quest

Þegar þau sátu að snæðingi spurði móðir þeirra: Og hvenær ætlarðu að byrja aftur í skólanum, Matty? Mamma þín hlýtur að hafa miklar áhyggjur af þér.
 Ég er ekki enn orðin góð í augunum, svaraði Marta vandræðalega og leit niður á borðið. Þegar hún leit aftur upp hvíldu augu Joss rannsakandi á henni nákvæmlega eins og hún hafði óttast.
 Hvað er að þeim? spurði hann hranalega. Hún yppti öxlum vandræðalega eins og hún segði: Láttu mig í friði. En í þessari fjölskyldu voru málin alltaf rædd og Joss sneri sér að Solly og sagði: Hún hefur ofreynt augun. Hvað er að heyra!
 En Solly vildi ekki veita honum liðsinni í þetta sinn og spurði: Hvað kemur það þér við?
 Joss lyfti brúnum og sagði: Mér? Ekkert. En hún var svo vel gefin stúlka einu sinni. Leiðinlegt.
 Láttu hana vera, sagði faðir þeirra óvænt. Hún spjarar sig. Marta fann hlýju gagnvart honum streyma um sig en eins og venjulega gat hún ekki látið slíkt í ljós, leit niður og var hérumbil fýluleg.
 Auðvitað spjarar hún sig, sagði Joss kæruleysislega en það var undirtónn í röddinni...

(s. 59-60)

Fleira eftir sama höfund

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Lesa meira

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum

Lesa meira

Algjört rugl

Lesa meira

Réttu mér fána

Lesa meira

Korpúlfsstaðir : saga glæsilegasta stórbýlis á Íslandi

Lesa meira

Grasið syngur

Lesa meira

Grasmaðkur : leikrit í fjórum þáttum

Lesa meira

60 valdar ljóðskákir stórmeistarans Davíðs Bronsteins í tilefni hálfrar aldar afmælis hans 19. febrúar 1974.

Lesa meira

Á jörð ertu kominn

Lesa meira