Beint í efni

Óskastjarnan : Leikrit í fjórum þáttum

Óskastjarnan : Leikrit í fjórum þáttum
Höfundur
Birgir Sigurðsson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Leikrit

Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1998.
 

Úr Óskastjörnunni
 

RAGNAR: Kristín! (Fer fram í holið) Kristín! (Fjarlægara) Kristín! (Stína aftur inn og sest við eldhúsborðið. Ragnar inn). Hvert hefur manneskjan farið? - Veistu hvert amma þín fór? (Stína borðar morgunmat og lítur ekki vð honum). Veistu hvert hún fór? (Hún lítur ekki við honum). Fólk á að svara þegar talað er til þess.

Þögn

(Óöruggur) Hvert fór hún?

STÍNA: Hún fór til guðs.
RAGNAR: Ég kann ekki við svona tal. - Hvar er hún?
STÍNA: Hjá guði.

Þögn

(Hann starir á hana).

RAGNAR: Er hún dáin?
STÍNA: Það er búið að margsegja þér það. Þú manst aldrei neitt.
RAGNAR: Já. Ég veit það. Ég er farinn að tapa minni svolítið.
STÍNA: Þú manst ekki neitt. Ekkert.
RAGNAR: Ég man það núna. Hún er dáin.

Þögn

(Óöruggur) Hvenær dó hún?

STÍNA: Það er búið að margsegja þér það.
RAGNAR: Ég man það ekki alveg. - Hvenær dó hún?
STÍNA: Það er eitt og hálft ár síðan.
RAGNAR: Eitt og hálft ár? - Já. Ég man það núna. Hún er dáin. - Það var óskaplegt áfall.

Þögn

Ég vona bara að ég deyi sjálfur sem fyrst. Þá kemst ég kannski til hennar. Ég bið guð um það á hverri nóttu.

Þögn

Úr hverju dó hún?

(s. 11-12)

Fleira eftir sama höfund

Tag der Hoffnung: Schauspiel in vier Akten

Lesa meira

Dínamít : leikrit í fjórtán atriðum

Lesa meira

Marta Quest

Lesa meira

Algjört rugl

Lesa meira

Réttu mér fána

Lesa meira

Korpúlfsstaðir : saga glæsilegasta stórbýlis á Íslandi

Lesa meira

Grasið syngur

Lesa meira

Grasmaðkur : leikrit í fjórum þáttum

Lesa meira

60 valdar ljóðskákir stórmeistarans Davíðs Bronsteins í tilefni hálfrar aldar afmælis hans 19. febrúar 1974.

Lesa meira