Beint í efni

Austurvöllur - Þórarinn Eldjárn

Á Austurvelli, fyrir framan Alþingi Íslendinga, má hlusta á Þórarinn Eldjárn lesa upp úr skáldsögu sinni, Brotahöfuð. Bókin, sem er söguleg skáldsaga, kom út hjá Forlaginu árið 1996. Hún var tilnefnd til verðlauna bæði á Íslandi og erlendis og komst meðal annars í sex bóka úrslit evrópsku Aristeion bókmenntaverðlaunanna.

Bókin rekur sögu Guðmundar Andréssonar, íslensks almúgamanns, sem fékk að dúsa í hinu illræmda fangelsi Bláturni í Danmörku fyrir að hafa samið níðrit gegn Stóradómi, óbilgjarnri siðferðislöggjöf sem samþykkt var á 16. öld.

Umsjón með upptökunni hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins.