Beint í efni
  • smáralindarmóri

    Reimleikar í Smáralind

    Smáralindar-Móri er stutt og spennandi saga þar sem vel tekst til að vekja hroll. Þó að lesandanum verði fljótt ljóst að leit Flóka að Patta muni seint bera árangur, er ýmislegt sem kemur á óvart í sögunni, og spennan helst þannig alveg fram á síðustu síður. Grátóna myndir eftir Elías Rúna ná vel að fanga draugaganginn og ýta undir hrollvekjuna, myndirnar eru skuggalegar þar sem má sjá Flóka og Lottu bregða fyrir á þeim. .  
    Lesa meira
  • veikindadagur

    Hrollvekjandi unglingaást

    VeikindaDagur er stórskemmtileg bók og útkoma samvinnu Bergrúnar og Simma er glæsilegt listaverk þar sem texti og myndir skipta jafnmiklu máli og saman mynda góða heild.
    Lesa meira
  • örverpi

    Kafli úr fjölskyldusögu

    Í Örverpi birtist hversdagsleikinn og fjölskyldulífið í sinni tærustu mynd. Bókin lýsir því einstaklega vel hvernig erfiðleikar og veikindi hafa áhrif á fjölskyldumynstrið
    Lesa meira
  • kamilla kjerúlf

    Ævintýralegir draumar

    Atburðarás sögunnar er hröð og margir kaflanna enda á æsispennandi hátt sem gerir það að verkum að erfitt er að leggja bókina frá sér. Synir mínir hlustuðu af ákafa og urðu alltaf vonsviknir þegar lestrarstund kvöldsins var lokið.
    Lesa meira
  • stjörnufallseyjur

    Súrrealískt ferðalag um eyjur skáldskaparins

    Stjörnufallseyjur er fallegt og hrífandi ferðalag um dýpstu dali og hæstu hæðir skáldskaparins eftir einn af okkar áhugaverðustu nýju höfundum.. .  
    Lesa meira
  • hjartastopp

    Hjartnæm hinsegin ástarsaga

    Hjartastopp er falleg og vönduð saga fyrir ungmenni af öllum kynjum og kynheigðum. Samkynhneigðir lesendur munu án efa geta samsamað sig ástarævintýrum Charlies og Nicks og þá er jákvætt að í bókinni er einnig að finna persónur sem eru lesbíur og trans. Þá ættu bækurnar einnig hæglega að geta höfðað til gagnkynhneigðra lesenda sem hafa gaman af fallegum og jarðbundnum ástarsögum.
    Lesa meira
  • allt sem rennur

    Hin hversdagslega grimmd lífsins

    Allt sem rennur er átakanleg bók og síður en svo auðveld lesning. Bergþóra er algjör snillingur í að skrifa um hina hversdagslegu grimmd lífsins og þá hörðu lífsbaráttu sem persónur hennar heyja, bæði við sjálfa sig og við samfélagið, sem reynist þeim í besta falli skeytingarlaust og í versta falli fjandsamlegt. En þótt líf aðalpersónanna þriggja sé ekki ljúft þá er Allt sem rennur engu að síður falleg bók, kannski væri réttast að segja ægifögur, því texti Bergþóru hreinlega ljómar í tærleika sínum
    Lesa meira
  • tunglóður

    Óður til tunglsins og tregans

    Tvíræðni verksins birtist strax í titli þess, Tunglóður, sem lesa má bæði sem nafnorð og lýsingarorð; annars vegar óður til tunglsins og hins vegar það að vera tungl-óður, „óðs manns óður“ eins og höfundur lýsir því. .  . .  
    Lesa meira
  • sálmabók hommanna

    Heilagur hinseginleiki

    Sálmabók hommanna er þó fyrst og fremst dásamlega hinsegin og tekst að feta fullkomlega einstigið á milli melódramatíkur, með dassi af kampi, og harmleiksins, með dassi af hinu dulræna, tvö helstu einkenni góðrar hinsegin listar.
    Lesa meira