Eldsbirta og Mamma þarf að sofa 0
Lesa meiraFeminískur lestur og greining frá kynjuðu sjónarhorni – er það ekki eitthvað gamaldags? Eru það ekki önnur og meira aðkallandi viðfangsefni sem við þurfum að takast á við í dag? Í ljósi nýlegrar lagasetningar og banni við fóstureyðingum í stórum hluta Bandaríkjanna má velta fyrir sér hvort að þessi málefni séu ekki ef til vill einna mest aðkallandi í dag. Kvenréttindi eru mannréttindi því þau eiga jú við helming jarðarbúa og auðvitað hinn helminginn líka ef betur er að gáð. Og þó að sprenging hafi orðið í femínískri bókmenntagreiningu fyrir mörgum árum,Júlían er hafmeyja 1
Lesa meiraBækur spegla bæði menningu og tungumál, og skáldskapur og list skilgreina menningarlega sjálfsmynd. Barnabækur sýna börnum hvernig heimurinn er, jafnvel hvernig hann á að vera, hvað er leyfilegt og hvað er mögulegt. Þær eru því mikilvægur vettvangur til að koma þeim skilaboðum á framfæri að það eru ekki allir eins og það búa ekki allir við sömu aðstæður. Sumir þurfa að nota hjólastól til að komast leiðar sinnar,Farþeginn og Kjörbúðarkonan 2
Lesa meiraNú á vormánuðum komu út í íslenskri þýðingu tvær erlendar bækur sem eru allólíkar en eiga það sameiginlegt að vera þýddar af Elísu Björgu Þorsteinsdóttur ; þýðanda sem kynnt hefur Íslendingum bókmenntir frá ýmsum heimshornum. Þess má geta að Elísa Björg hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna, síðast árið 2020Ísland pólerað 3
Lesa meiraÍsland pólerað er safn örsagna og ljóða eftir pólska rithöfundinn Ewu Marcinek sem búsett er í Reykjavík. Efni bókarinnar er sjálfsævisögulegt að hluta og lýsir veruleika ungrar pólskrar konu í Reykjavík og upplifun hennar af íslensku samfélagi og tungumáli. Bókin, sem upphaflega var skrifuð á ensku, hefur verið í smíðum um nokkurn tíma og áður hafa birst úr henni ýmis brot, svo sem í tímariti Ós pressunnar og í Tímariti Máls og menningar. Auk þess hefur alþjóðlegi leikhópurinn Reykjavík Ensamble sett hluta verksins á svið í leiksýningunni Ísland Pólerað eða Polishing Iceland sem margir lesendur kannast eflaust við.Skáldleg afbrotafræði 4
Lesa meiraÞað má reyndar halda því fram að Skáldleg afbrotafræði (2021) eigi ekki síður skilið merkimiðann „eftirhrunsskáldsaga“ en Íslenskir kóngar. Sögutíminn er „íslenska glæpaöldin“ í upphafi nítjándu aldar. Los kemst á þjóðlífið eftir móðuharðindi, hugmyndafræði upplýsingarinnar skilar sér í mildari refsingum og endurómur frönsku byltingarinnar skilar sér alla leið norður til íslands. Allt þetta á sinn þátt í að grafa undan myndugleika yfirvalda og valdefla alþýðuna, þá ekki síst ófrómari hluta hennar:Ef við værum á venjulegum stað, Á hjara veraldar, Hjartað mitt 5
Lesa meiraTanntaka 6
Lesa meiraTanntaka er ljóðabók sem er í senn súr og sæt, beisk og blóðug. Tónninn í bókinni er nýstárlegur og ferskur, ljóðin hafa fallegan hrynjanda og tungumálið er lipurt og leikandi. Myndmál ljóðanna er sterkt og þau flæða fram af miklum krafti en vert er að staldra við og lesa í annað eða þriðja sinn því við hvern lestur má uppgötva eitthvað nýtt.Á asklimum ernir sitja 7
Lesa meiraÍ þrjátíu ljóðum leiðir Matthías lesandann í gegnum vangaveltur um náttúruna, eyðileggingarmátt hennar, einsemd mannverunnar, ægikraft eilífðarinnar og endurfæðingu — ásamt því að takast á við samfélagsmálefni líðandi stundar og eiga samtal við bókmenntaarfleiðina.Pólífónía af erlendum uppruna 8
Lesa meiraOrðið pólífónía í titli ljóðasafnsins vísar til þess þegar margar raddir mynda samhljóm. Í ljóðasafninu mætast raddir ólíkra ljóðskálda sem hvert um sig hefur sinn persónulega stíl og einkenni. Þó að persónulegur stíll ljóðskáldanna skíni í gegn er ljóðum hinna ólíku skálda raðað saman af slíkri vandvirkni að þau mynda fallegan samhljóm.