Beint í efni
 • ból kápumynd

  Af jöklasorgum og öðrum

  Ástin á Íslandi er einn af mikilvægustu þráðum sögunnar. Djúp tengslin við þetta land mótsagna, þar sem við búum okkur ból þótt við eigum á hættu að missa það aftur, „þar sem hvert fell og hver hóll er til alls vís“ (22). .  . .  
  Lesa meira
 • taugatrjágróður

  Mannhafið innra með okkur

  Það mætti segja að Taugatrjágróður sýni fram á hættur þess að vera ofurnæmur á annað fólk og hleypa of mörgum inn í taugakerfi sitt. Enginn er eyland og manneskjan lifir lífi sínu alltaf í samspili við annað fólk en ef við erum of áhrifagjörn og látum stjórnast af lífi og tilfinningum annarra er hætta á því að við glötum sjálfum okkur í leiðinni. Undir lok bókarinnar streyma minningarnar fram í vitund sögukonunnar og hún minnist allra þeirra fjölmörgu persóna sem hún hefur rekist á og hafa haft áhrif á hana
  Lesa meira
 • blóðmjólk

  Glæpasaga úr Epal

  Eiginlega ætti að setja Blóðmjólk í járnkassa og grafa hana í jörðu, því hún er einstök heimild um líf nútímakvenna í Reykjavík. Kvenna úr ákveðnum kreðsum,  sem hafa áhyggjur af því að vera orðnar miðaldra þrítugar (lesið bara Twitter (X) ef þið efist um að svoleiðis fólk sé til!) en líka áhyggjur af stýrivöxtum og plastnotkun. Þær streitast við að elda „allt lífrænt og frá grunni“ og eru haldnar stöðugum frammistöðukvíða.
  Lesa meira
 • hrím

  Ímyndað ísaldar Ísland

  Í Hrím kennir ýmissa grasa en í henni er bæði að finna þroskasögu, ástarsögu og fantasíu. Þrátt fyrir að sagan gerist á Íslandi, nánar tiltekið á norðurlandi í kringum Mývatn og Húsavík, er sögusviðið mjög frumlegt og ekki fer á milli mála að þetta er fantasía. Það sem helst hliðrar þessu Íslandi yfir í heim fantasíunnar er dýraríkið í þessu kunnuglega umhverfi. Öll dýrin í Hrím eru risavaxin og eru af mun fleiri tegundum en hafa nokkru sinni fundist á Íslandi.. .  
  Lesa meira
 • stelpur stranglega bannaðar

  Misskilningur vindur upp á sig

  Stelpur stranglega bannaðar! er skrifuð í léttum og gamansömum dúr, en lýsir því hvað það getur verið ótrúlega snúið að vera unglingur og takast á við flóknar tilfinningar. Fjölskyldan og vinirnir leika stórt hlutverk í lífi flestra á unglingsárunum en hlutverk og samskipti taka breytingum sem oft er erfitt að aðlagast og sætta sig við.
  Lesa meira
 • obbuló í kósímó : myrkrið

  Krakkar með frjótt ímyndunarafl

  Að sjá veruleika sinn speglaðan á blaðsíðum bóka er mikilvægt fyrir lítil börn. Hversdagsleikinn getur verið ævintýralegur og hlutir sem við upplifum dagsdaglega geta umbreyst í töfrandi sögur. Bækurnar þrjár sem hér verða teknar til umfjöllunar fjalla allar um venjuleg börn í hversdagslegum aðstæðum. Vinirnir Úlfur og Ylfa fara í ævintýraleiðangur í Úlfur og Ylfa: Ævintýradagurinn eftir Ingileifu Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur. Bókin er myndskreytt af Auði Ýr Elísabetardóttur. Hinar tvær bækurnar eru nýjustu bækurnar um Obbuló í Kósímó, Nammið og Myrkrið, eftir þau Dinnu og Dóra. .  
  Lesa meira
 • orrustan um renóru

  Ógn úr öðrum heimi

  Orrustan um Renóru er afar spennandi og stendur algerlega undir væntingum sem lokakafli í Dulstafa-þríleiknum. Sagan er grípandi og áhugaverð, persónur vekja samkennd með lesandanum sem óskar þess innilega að allt gangi upp hjá þeim. 
  Lesa meira
 • að breyta heiminum

  Bros breytir heiminum

  Sögurnar sem hér hefur verið fjallað um fjalla báðar um börn sem ferðast á nýjar og ókunnar slóðir þar sem óvenjuleg viðhorf þeirra og gjörðir verða til þess að hlutirnir geta breyst til hins betra. Sóley með gleði sinni og brosi bjargar Undurheimum úr eilífu myrkri og Marko finnur tilganginn sinn í orðum og snýr aftur til foreldra sinna með vitneskjuna um hvernig á að breyta heiminum. Þó tónninn í sögunum sé ólíkur er eitt sem má lesa úr þeim báðum; ef við veljum að hafa áhrif á umhverfi okkar getum við breytt til hins betra
  Lesa meira
 • mannakjöt

  Af kjöti ertu kominn

  Ef til vill mætti kjarna boðskap Mannakjöts með eftirfarandi útúrsnúningi á moldun Kristinnar trúar: Af kjöti ertu kominn, að kjöti skaltu aftur verða. Mannakjöt eftir Magnús Jochum Pálsson er metnaðarfullt verk sem á í samtali við ljóðahefðina og bókmenntasöguna. Hér kveður nýr höfundur sér hljóðs með sterka og skýra sýn. Þá er hönnun og umbrot bókarinnar einstaklega vandað sem gerir Mannakjöt að eigulegum grip og gaman væri að sjá fleiri útgefendur leggja jafn mikinn metnað í hönnun ljóðabóka.. .  
  Lesa meira