Beint í efni

Aftur til steinsins

Aftur til steinsins
Höfundur
Njörður P. Njarðvík
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð

Úr Aftur til steinsins:

Flatur steinn

Flatur steinn
á fjörukambinum
horfir til himins
holu auga
sem fyllsit af regni
svo flóir út af

Strýkur sólskinsþerrir
þunnan vanga hans
eins og til huggunar
og himinninn birtist á ný
heiður og tær

Og dimman hraðar sér burt
frá degi fjörunnar
sem stendur næstum kyrr
eins og steinninn sem hvílist
ljómandi dökkur og rór
í litlausri möl

Uns hann hefst snögglega á loft
í hendi lítils drengs
og þýtur lárétt fram
út á lognið
hoppar af hamslausri gleði
hreyfingu sem hann átti ekki til
markar nokkur vot spor
í mjúkan sjávarflötinn
og rennur loks hægt
eins og hugrekkið þrjóti
á kaf
í kalt djúpið

til botns
í brúnan þara
og búin öll gleði
himinninn horfinn
birtist aldrei aftur

og augað fyllst þungum sjó

(51-2)

Fleira eftir sama höfund

Antrag abgelehnt

Lesa meira

Skrifað í stein

Lesa meira

Birtan er brothætt

Lesa meira

Árbók bókmenntanna: Vika bókarinnar 2005

Lesa meira

Á ströndinni

Lesa meira

Auðun og ísbjörninn

Lesa meira

Birth of a Nation

Lesa meira

Dagur í Austurbotni

Lesa meira

Dauðamenn: söguleg skáldsaga

Lesa meira