Beint í efni

Dagur af degi

Dagur af degi
Höfundur
Matthías Johannessen
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1988
Flokkur
Ljóð

Úr Dagur af degi:

Grettir kveður:

Fallinn að snær
fokin í skafla
vor orð frá í gær

rist var mér rún
roðin var blóði
hver meinvætt við tún

Steinvör, mitt sax
dreyrrautt og blikar
á egg þessa dags

meir ann ég þér
en úlfgráu tungli
á andliti mér

myrkvast í varg
gláma í augum
sækir í Bjarg

eiturgrænt skin
af geisla er fellur
sem nú falli sin

risti mér hún
roðinn af blóði
sinn galdur í rún

breið tíðkast spjót
dauðinn er myrkur
sem blés upp minn fót

saltur minn haus
breið eru spjótin
sem Illugi kaus

breið munu spjótin


 

Fleira eftir sama höfund

Humus unter dem Asphalt

Lesa meira

Der rote Mantel und der Fuchs

Lesa meira

Auf dem Meer

Lesa meira

Camminando nell erica fiorita

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Höfuð úr sjó

Lesa meira

Vor úr vetri

Lesa meira

Jörð úr Ægi

Lesa meira