Beint í efni

Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur

Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur
Höfundur
Einar Kárason
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Barnabækur

Úr Diddu dojojong og Dúa dúgnaskít:

Didda hljóp eins og fjandinn væri á hælunum á henni. Enda var hún með fjandann á hælunum. Hún æddi áfram, hraðar en hún hefði trúað að hún gæti komist, henni fannst eins og hún væri að takast á loft. Hún fór á stökki niður móana, með peningatöskuna í hendinni, og einhvern á eftir sér. Hún þorði ekki að líta við, heyrði bara dynjandi fótatakið og más. Það nálgaðist. Hún herti sprettinn, en fann um leið að það var gripið í hana. Hún æpti af skelfingu og tókst að rífa sig lausa, en fann að það var aftur krafsað til hennar. Hún var að nálgast klettabrún og sá að hún gæti ekki snúið frá henni, til þess var hraðinn of mikill. Annaðhvort yrði hún að hlaupa fram af eða vera gripin, og hún gafst upp á að velja milli þessara tveggja vondu kosta. Hún ákvað að kasta sér til jarðar og gráta eins og barn.
Og það gerði hún. Kastaði sér niður og greip í þúfu og tókst að halda jafnvægi á klettabrúninni og sleppa þannig við að detta fram af. En sá sem elti var ekki eins heppinn. Didda heyrði þyt og skelfingaróp. Hún leit upp, hissa og með tárin í augunum, og sá mann í svörtum jakka fljúga fram af klettabrúninni og baða út öllum öngum.
Hann lenti með braki og brestum á gömlum fúnum vinnuskúr sem var þarna á botni malargryfjunnar. Skúrgarmurinn hrundi saman undan manninum sem hvarf niður í haug af spýtnabraki. Úr hrúgunni heyrðust reiðileg sársaukavein. Í nokkrar sekúndur var Didda svo undrandi að hún gat sig hvergi hrært. En svo stökk hún á fætur og tók sprettinn.

(s. 58-59)

Fleira eftir sama höfund

Stormur

Lesa meira

Das Gelobte Land

Lesa meira

Die Teufelsinsel

Lesa meira

Djævelens ø

Lesa meira

Djävulsön

Lesa meira

Djöflaeyjan

Lesa meira

Devil's Island

Lesa meira

Die Goldinsel

Lesa meira

Die isländische Mafia

Lesa meira