Beint í efni

Elskar mig - elskar mig ekki

Elskar mig - elskar mig ekki
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Smásögur fyrir unglinga eftir sextán höfunda frá átta norrænum málsvæðum. Böðvar Guðmundsson íslenskaði sögur allra erlendu höfundanna.

Sögurnar í bókinni eru:

Johanne Algren (Danmörk): Heitasta sumar í hundrað ár
Annelis Johansson (Svíþjóð): Mirima og ég og heimurinn
Jónína Leósdóttir (Ísland): Elskar mig - elskar mig ekki
Simon Issát Marainen (samíska málsvæðið): Síðasta bréfið
Marjun Syderbö Kjelnæs (Færeyjar): Skrifað í sandinn
Eiríkur Örn Norðdahl (Ísland): Blái hanskinn og vinstrivillan
Magssanguaq Qujaukitsoq (Grænland): Dansinn í Qaanaaq
Sari Peltonomieni (Finnland): Örið og sverðið
Anna Vikström (Svíþjóð): Betra en drasl
Ingelin Rössland (Noregur): Amor afturábak
Kirste Paltto (samíska málsvæðið): Vil ekki missa þig
Mette Honoré og Birgitte Rasmussen (Danmörk): Vinkonur
Kari Levola (Finnland): Grenigerðið
Erna Lynge (Grænland): And I made up my mind
Rakel Helmsdal (Færeyjar): Holdsveik
Lars Mæhle (Noregur): Öruggur slagur

Úr Elskar mig - elskar mig ekki

Skrifað í sandinn eftir Marjun Syderbø Kjelnæs

Súni horfir á hann. Tvær stelpur eru komnar inn, þær geta ekki verið eldri en 13-14 ára. Þær standa við sælgætishilluna þar sem sést yfir á kassann. Þær horfa á hann, hvíslast á og flissa. Súni sér hvernig hann nýtur þess.
,,Stilltu þig, Þrándur! hugsar hann.
Þrándur teygir úr sér, brosir og blikkar þær meðan Súni verður að pota tveimur klístruðum pylsum ofan í tvö frönsk pulsubrauð handa konu sem bíður óþolinmóð.
,,Okkur vantar pylsubrauð! Súni sér að Þrándur lætur eins og ekkert sé, hann lítur út fyrir að hafa misst áhugann á stelpunum og stendur og fiktar við iPodinn sinn. Hvers vegna skyldi hann svo sem gera eitthvað skynsamlegt?
,,Bensín á dælu þrjú! segir maður og leggur peningaseðla á búðarborðið.
,,Okkur vantar pylsubrauð! Súni gefst ekki upp.
Þrándur lítur spyrjandi á hann.
,,Og?
,,Farðu út á lager og náðu í kassa!
Þrándur slangrar af stað. Hann fer fram hjá sælgætishillunni, segir eitthvað við stelpurnar sem fær þær til að roðna og flissa enn meir.
,,Ég fékk þér fimmþúsundkall!
Súni lítur á manninn fyrir framan sig.
,,Þú gafst mér þúsund til abka, það áttu að vera fjögur þúsund.
,,Fjögur þúsund?
,,Já, ég fyllti á fyrir þúsund og lét þig frá fimm þúsund!!
Maðurinn er í þykkri prjónapeysu og hettuúlpu og er með derhúfu með eyrnahlífum á höfðinu. Hann vantar tvær tennur í neðrigóm og í hvert sinn sem hann segir eitthvað kemur tungubroddurinn fram í skarðið. Súni grettir sig.
,,Láttu mig fá peningana! þrumar maðurinn skyndilega, hallar sér fram á búðarborðið og reynir að teygja aðra höndina niður í kassann.
,,Slappaðu af maður! segir Súni og réttir honum þrjá þúsundkrónuseðla í viðbót.

(bls. 63-4)

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Birtan yfir ánni

Lesa meira

Eitthvað illt á leiðinni er

Lesa meira

Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira