Beint í efni

Eyðibýli

Eyðibýli
Höfundur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgefandi
Edda
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Ljóð

um bókina

Ljóð eftir Aðalstein Ásberg við ljósmyndir Nökkva Elíssonar. Bókin var einnig gefin út á ensku, sjá Abandoned Farms.

úr bókinni

Hús eru aldrei ein

Hús eru aldrei ein.
Um þau ráfa svipir
stíga fæti á þröskuld
hrasa í lúnum tröppum
stika níu álna gólf
með staf í hendi
og starandi augnaráð.

Hús eru aldrei ein.
Að þeim læðist grunur
í þeim leynist fortíð
hugur sem dregur
hálfa leið út í rökkrið
man ekki, man samt
meira en gott þykir.

Hús eru aldrei ein
þegar upp er staðið.

Þrjár flöskur

Þrjár flöskur urðu hér eftir.
Ein þeirra spýtti tappa
og saftin gufaði hægt upp
en sætur keimurinn sat eftir.
Flaskan ómerkt, græn og rykfallin
undir kjallaratröppunum.

Gulbrúna flaskan með
svörtum, skrúfuðum tappa
var í fyrstu full af vatni
en vetur kom og frost
svo vökvinn þrengdi sér út
úr gljáandi köldu glerhylkinu.
Sprengingin kom engum á óvart.

Fallegust er flaskan bláa
með botnfylli af lýsóli
banvænum skammti handa einum.

Fleira eftir sama höfund

Oro de serpientes

Lesa meira

Seikkailu metsässä

Lesa meira

Segðu mér og segðu...

Lesa meira

Dvärgstenen

Lesa meira

Sjálfsmyndir

Lesa meira

Brúin yfir Dimmu

Lesa meira

Förunótt

Lesa meira

Álagaeldur

Lesa meira

Tryllespillet

Lesa meira