Beint í efni

Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf

Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf
Höfundur
Gerður Kristný
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Barnabækur

Halldór Baldursson myndskreytti.

Forsetinn vonar samt að hann verði ekki látinn
syngja einsöng í krýningarveislunni eins og hann
þurfti alltaf að gera á kvöldvökunni í sumarbúðunum.
Og það var ekki vegna þess að forsetinn gæti
sungið svona vel. Nei, það var bara vegna þess að
hann kunni allar vísurnar í „Nú liggur vel á mér“,
laginu um hana Stínu sem var lítil stúlka í sveit.
Forsetinn varð alltaf svo ógurlega feiminn þegar
hann söng. Það var nú samt gaman í sumarbúðum
og forsetinn finnur tilhlökkunina
kitla sig allan eins og fjöður.

Nú birtist glaðleg kona með
langan lista í höndunum. „Góðan
daginn!“ hrópar hún.
„Ég heiti Hanna og ég
er hirðmeistarinn hér í
höllinni. Nú ætla ég að
segja ykkur með hverjum
þið verðið í herbergi.“

Hanna hirðmeistari
reynir að kæfa geispa og
fyrir vikið lítur hún út fyrir
að vera með sprellfjörugan gullfisk
uppi í sér. Þegar hún hefur náð
aftur stjórn á andlitinu á
sér þylur hún upp
hátt og snjallt: „Drottningin í Hollandi og drottningin
í Svíþjóð!“

(s. 14-15)

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Moord liederen

Lesa meira

Prinsessan á Bessastöðum

Lesa meira

Ballið á Bessastöðum

Lesa meira

Kirkegården

Lesa meira

Strandir

Lesa meira

Die letzte Nacht des Jahres

Lesa meira
urta

Urta

Urta segir í fáum orðum sögu af harðri lífsbaráttu á hjara veraldar.
Lesa meira

Ég veit þú kemur: Þjóðhátíð í Eyjum 2002

Lesa meira