Beint í efni

Gleðileikurinn djöfullegi

Gleðileikurinn djöfullegi
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð


Úr Gleðileiknum djöfullega:

I

Reykjavík, mars: án rænu þjóð í drunga
  rítalíns, vodka, skammdegis og frygðar,
  leyst upp í roki, runki, svertu og unga
ritlaunasvengdar; brýrnar yfirskyggðar.
  Sjónvarpið varpar velúrbláum loga
  af veggjum inni í húsum dreifðar byggðar.
Hugsunin liggur bein í þúsund boga.
  Beint er á skjánum lýst frá keppni í sundi.
  Klukkan er sex að kvöldi út við Voga
rís upp úr sófa skáld sem eitt sinn undi
  sér ágætlega við skriftir en tók að leiðast
  Úti í Sundum emjar rok í lundi.
Enn tekur slydda á nakið svell að breiðast.
  Einhvers staðar er kvöl með glasi glödd
  og girt niðrum stelpu og sleikt yfir það sem er heiðast.
,,Erum við kannski á einum vegi stödd?
  hann umlar í barminn, nýstiginn út úr húsi.
  Án þess hann hafi hreina og tæra rödd
berst hljóðið roki eins og vodka djúsi:
  þau verða eitt og vætla um kverkar geimsins,
  orð sem sleppa og slengjast um í rúsi,
slett verður brátt úr öllum klaufum heimsins.
  Í ferðaútverpinu er sagt að sorgun
  það sé - hann þekkir mæta vel til hreimsins -
hve illa hafi útdeilt verið borgun
  til andans fólks í landinu, hve mikið
  sumum sé ætlað ,á því sé vart torgun,
en öðrum lítið, misjafnt sé því spikið
  á listamönnum landsins þetta árið -
  ljóslega sé nú farið yfir strikið -
og því muni efnt til fundar þar sem fárið
  fram og aftur verði rætt að kvöldi
  á Næsta bar, og borin smyrsl á sárið,
búist sé við að komi mikill fjöldi.

(15-16)

Fleira eftir sama höfund

Ást og frelsi

Lesa meira

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Radíó Selfoss

Lesa meira

Fljótandi heimur

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira

Min mors sidste dage

Lesa meira