Beint í efni

Göngin

Göngin
Höfundur
Ernesto Sabato
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

El tunel eftir Ernesto Sabato í þýðingu Guðbergs.

Eftirmáli eftir Guðberg Bergsson.

Úr Göngunum

Ég gæti geymt sjálfum mér ástæðuna fyrir því að ég skrifa játningar á þessi blöð, en með því ég hef engan áhuga á að vera talinn sérvitringur, þá segi ég sannleikann sem er í öllu falli sáraeinfaldur: ég hélt að fjöldi manns kynni að lesa þær, enda er ég orðinn frægur. Og þótt ég hafi ekki háar hugmyndir um mannkynið almennt séð og sérstaklega ekki lesendur blaðanna hérna, þá hvetur mig veik von um að einhver manneskja kunni að skilja mig. Þótt ekki væri nema ein persóna.

„Hvers vegna er vonin svona veik ef fjöldi manns á eftir að lesa handritið?“ kynni einhver að spyrja. Ég álít þannig spurningar vera tilgangslausar. En samt á maður að vera viðbúinn þeim, vegna þess að fólk spyr látlaust tilgangslausra spurninga, spurninga sem hin yfirborðskenndasta athugun finnur að eru óþarfar. Ég get talað mig þreyttan og æpt á fundi fyrir framan hundrað þúsund rússa án þess að nokkur skilji mig. Vitið þið hvað ég á við?

Til var ein manneskja sem hefði getað skilið mig. En það var einmitt hún sem ég myrti.

(s. 10)

Fleira eftir sama höfund