Beint í efni

Hið eilífa þroskar djúpin sín. Úrval spænskra ljóða 1900-1992

Hið eilífa þroskar djúpin sín. Úrval spænskra ljóða 1900-1992
Höfundur
Ýmsir höfundar
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Guðbergur Bergsson þýddi og ritaði formála.

Úr bókinni

Ég kann allar sögur eftir León Felipe.

Ég er víst ekki villtur, satt er það. Ég segi bara frá því sem ég hef séð. Og augun sáu: að vöggu okkar er vaggað blítt með sögum, að köll okkar eru kæfð með sögum, að grátur okkur er sefaður með sögum, að bein mannsins eru jarðsungin með sögum. Og úr eilífum ótta mannsins hafa allar sögur sprottið. Ég veit víst fátt, satt er það. En ég var svæfður með öllum þessum sögum. Og ég kann sérhverja sögu. Við ættum að tala við hvern og einn á sérstakri tungu eftir Luis Rosales Við ættum að tala við sérhvern vin með sérstökum rómi til þess að vinirnir geti skilið okkur, en tunga manns er svo sjálfhverf, svo innilokuð að orðin verða sem líkkistur og bera aðeins manna á milli sinn vart helda vinnupall, leifar af þögn og hryglu sína, eins og um morguninn þegar ég settist í strætisvagninn og sá forna rómverska mynt sitja við hlið mér, heiðursmerki eða legstein sem japlaði við mig á orðum: þetta var bóndakona, ölvuð af útiveru og því að paufast um nætur, að lifa í blindni; hún leit á mig og augnalokin með sorgarslæðu eins og hún vildi hlífa mér og ég kunni henni engin svör og ég þagði við hlið hennar því mín eigin tunga er uppspunnin, ákveðin, og úr því hún gagnast mér ekki í tali við verkamann eða barn og getur ekki veitt mér aflausn verð ég stundum að fela hana eins og fé er geymt í veski, líkt og ég gerði þarna, en skyndilega fann ég sambandsleysi líkt vængjaslætti leðurblöku, tuskusmelli, og andstyggðargust frá henni um andlit mér þar sem þegjandi varir fóru að breytast í ör. Ég yrki ljóð, herrar mínir! eftir Gloria Fuertes Ég yrki ljóð, herrar mínir, ég skálda, en mér líkar ekki að vera kölluð skáldkona, mér finnst vínið gott, eins og verkakörlunum, og hef vinnukonu sem talar við sjálfa sig. Já, hann er skondinn þessi heimur, margt gerist, sem ég þegi yfir, herrar mínir, og ýmislegt gefst þótt fátæklingar fái aldrei húsnæði; þeir geta ekki borgað milligreiðslur. Enn eru til piparmeyjar með kjölturakkann sinn og líka eru giftir karlar sem eiga hjákonur, en hörðu grimmdarseggirnir fá aldrei orð á sig og við lesum um dauðsföll og flettum svo blaðinu og það er traðkað á manni en enginn hreyfir sig. Menn fyrirlíta okkur og við segjum: Hvílíkt líf! Herrar mínir, svona er þetta; ég læt það flakka.

Fleira eftir sama höfund

Hjaltlandsljóð

Lesa meira
Takk fyrir komuna

Takk fyrir komuna

Höfundar eru meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Hvísla að klettinum : ljóð, jojk, þjóðsögur og ævintýri úr fórum Sama

Lesa meira

Í andófinu : pólsk nútímaljóð

Lesa meira

Hrafnar í skýjum : ljóð frá ýmsum löndum

Lesa meira

Birtan yfir ánni

Lesa meira

Eitthvað illt á leiðinni er

Lesa meira

Flautuleikur álengdar. Ljóðaþýðingar

Lesa meira

Ljóðarými: skáldskapur frá Asíu og Norðurlöndunum

Lesa meira