Beint í efni

Hinn alveg frábæri og hræðilegi harmleikur um Rómeó og Júlíu

Hinn alveg frábæri og hræðilegi harmleikur um Rómeó og Júlíu
Höfundur
William Shakespeare
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Leikritið Romeo and Juliet eftir William Shakespeare, í þýðingu Hallgríms Helgasonar.

Úr Rómeó og Júlíu

Prólóg

Tvær stórar ættir jafnar að fé og frægð,
er forðum deildu með sér Verónsborg
nú deila hvor við aðra af engri vægð
svo úthellist þeirra blóð um fögur torg.

En jafnvel slíkar ættir eignast börn
og illu heilli kviknar með þeim ást
sem dregur þeirra líf í dauðans kvörn;
við dánarfregn þá sættir feðra nást.

Saga sú af dauðadæmdri þrá
og deilum foreldra um auð og völd
sem á dánarbeði barna endi fá
er einmitt sú sem sögð er hér í kvöld.

Að leika þetta verk er vandamál
en á vandamáli því er mjög vandað mál.

(s. 7)

Fleira eftir sama höfund

Óþelló

Lesa meira

Lér konungur

Lesa meira

Ofviðrið

Lesa meira