Beint í efni

Hræddu mig í svefn

Hræddu mig í svefn
Höfundar
Rose Impey,
 Moira Kemp
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Barnabókin Scare Yourself to Sleep eftir Rose Impey, með teikningum eftir Moira Kemp, í þýðingu Sjóns.

Úr Hræddu mig í svefn

Þegar frænka mín kemur í heimsókn
sofum við í tjaldi
úti undir garðvegg.
Bróðir minn
fær ekki að vera með.
Hann myndi eyðileggja allt.

Okkur finnst best
að vera einar,
liggja
hlið við hlið
og tala saman.

Við segjum brandara
mjög lágt
því enginn má vita
hvar við erum.

Við vitum að Símon
er fyrir utan.
Hann hlustar
svo við hvíslum.

Svo fer að dimma.
Skuggarnir lengjast
og úti verður
kyrrt og hljótt.
Þá leikum við frænka mín
alltaf sama leikinn.
Hann heitir
Hræddu mig í svefn.

Fyrst hvísla ég að henni:
Ertu hrædd?
Nei, svarar hún, en þú?
Nei, svara ég, en ég þori að veðja
að ég geti hrætt þig.
Gerðu það þá, segir hún.
Allt í lagi, svara ég
og segi henni frá
ruslatunnupúkunum.

Fleira eftir sama höfund

Flati karlinn

Lesa meira