Beint í efni

Hús Bernörðu Alba : sjónleikur í þremur þáttum

Hús Bernörðu Alba : sjónleikur í þremur þáttum
Höfundur
Federico García Lorca
Útgefandi
Menningarsjóður
Staður
Reykjavík
Ár
1958
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

La casa de Bernarda Alba eftir Federico García Lorca í þýðingu Einars Braga.

Úr Húsi Bernörðu Alba

Annar þáttur (brot)

BERNARÐA: Hvað hefur komið fyrir?
PONCÍA: Dóttir Líbradó, þessi ógifta, er búin að ala barn, en menn vita ekki með hverjum.
AÐELA: Barn!
PONCÍA: Og til að leyna smáninni drap hún barnið og faldi það í urð. En hundarnir sem eru mörgum manni hjartabetri drógu það fram úr fylgsninu. Og það er eins og þeir hafi lotið æðri forsjá, því þeir lögðu barnið á tröppurnar hjá móðurinni. Nú ætlar fólkið að drepa hana. Það dregur hana um göturnar, og karlarnir koma hlaupandi ofan úr olíuviðargörðum með þvílíkum ópum og óhljóðum, að undir tekur í ökrunum.
BERNARÐA: Já, það væri maklegt að þeir kæmu með rekur og lurka og lemdu hana í hel.
AÐELA: Nei, nei. Ekki drepa!
MARTA: Jú, einmitt. Og við skulum fara út líka.
BERNARÐA: Sú sem fótumtreður velsæmið, verður að fá sín syndagjöld. (Úti fyrir heyrist konuóp og ógurlegur hávaði.)
AÐELA: Hjálpið henni að komast undan! Farið þið ekki þangað líka!
MARTA (horfir á Aðelu): Hún skal fá að bæta fyrir afbrot sitt.
BERNARÐA (í gættinni): Drepið hana, áður en lögreglan kemur. Látið glóandi kol á syndugan blygðunarstaðinn!
AÐELA (tekur um kviðinn): Nei! Nei!
BERNARÐA: Drepið hana! Drepið hana!

(s. 46)

Fleira eftir sama höfund

Heimili Verhörðu Alba

Lesa meira