Beint í efni

Hús úr húsi

Hús úr húsi
Höfundur
Kristín Marja Baldursdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Skáldsögur

Úr Hús úr húsi:

Hann gat hrist höfuðið. Vatnið hafði hresst hann.
Viltu að ég hringi á lækni fyrir þig?
Hann fékk málið: Nei.
Viltu að ég hringi í mömmu þína eða einhvern?
Hann horfði háðslega á hana eins og það væri hún sem væri lasin en ekki hann, en um leið og hún hafði sagt þetta fór hún að hugsa um hver þessi maður væri sem hún sæti á rúmstokknum hjá. Hver átti hann? Hvaðan kom hann? Var hann ókvæntur, fráskilinn, piparsveinn?
Hvað er annars að þér? spurði hún.
Flensudjöfull, gefðu mér meira vatn.
Hann drakk hjálparlaust í þetta sinn. Hún hefði heldur ekki hjálpað honum, það gat verið varasamt. Því stóð hún í hæfilegri fjarlægð frá rúmi hans meðan hún var að hugsa um hvað hún gæti gert við veikan , ókunnugan karlmann.
Viltu ekki að ég hringi í lækni eða einhvern úr fjölskyldu þinni?
Hann reis upp við dogg.
Heyrðu kerling, í eitt skipti fyrir öll, ég á enga fjölskyldu og læknar nenna ekki að sinna körlum með flensu. En það var helvíti gott að þú skyldir drullast til að skipta á rúminu um daginn, ég hefði ekki afborið að liggja veikur í skítugum tuskum.
Hún tók andköf.
Hún var komin fram á gang þegar hann kallaði á hana, ýmist heyrðu eða þú þarna, en hún ansaði ekki því hún ætlaði aldrei að ansa honum meir, en þegar hann fór að stynja og kveinka sér fór hún að hugsa um hvað mundi gerast ef hann dræpist þarna og henni yrði kennt um, svo hún steig til hálfs inn í herbergið aftur og æpti: Hvað?!
Kolfinna? sagði hann spyrjandi og var allt í einu orðinn kurteis. Mér er skítkalt, viltu rétta mér náttföt sem eiga að vera þarna einhvers staðar í skápnum.
Henni varð svo mikið um að hann skyldi nefna nafn hennar að hún kveikti ljósið og var byrjuð að róta í skápnum áður en hún vissi af. Hún fann að hann fylgdist áhugasamur með.
Í þriðju hillu að neðan, hvíslaði hann.
Loks fann hún dökkbláa, samankrypplaða flík sem líktist nátttreyju, sneri sér við og grýtti henni á rúmið hans. Hann leit ekki við treyjunni en sagði: Þú ert orðin ljóshærð?
Og hvað með það? sagði hún kuldalega.
Þú ert miklu skárri svona.
Hún hrökklaðist út.
(s. 51-3)

Fleira eftir sama höfund

Karitas uden titel

Lesa meira

Die Eismalerin

Lesa meira

IL SORRISO DEI GABBIANI

Lesa meira

Chaos sur la toile

Lesa meira

Kantata

Lesa meira

Karitas

Lesa meira

Fra hus til hus

Lesa meira

Karitas utan titel

Lesa meira

Karitas - Kaos på lærred

Lesa meira