Beint í efni

Húsið í Stóru-Skógum

Húsið í Stóru-Skógum
Höfundur
Laura Ingalls Wilder
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1979
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Little House in the Big Woods eftir Lauru Ingalls Wilder. Herborg Friðjónsdóttir þýddi söguna en Böðvar Guðmundsson þýddi bundið mál.

Úr Húsinu í Stóru-Skógum

Pabbi urraði svo hræðilega, hárið var svo úfið og augun svo tryllingsleg, að það var eins og þetta væri í alvöru. maría var svo hrædd, að hún gat ekki hreyft sig. En þegar pabbi kom nær, rak Lára upp skelfingaröskur, stökk yfir eldiviðarkassann og dró Maríu með sér.

En þá var skyndilega enginn óður hundur lengur. Það var bara pabbi, sem stóð og horfði brosandi á Láru. Bláu augun hans glömpuðu.

,,Já hérna! sagði hann. ,,Og þú sem ert ekki nema örlítil rjómakaka, - en svei mér þá, ef þú ert ekki sterk eins og naut!

,,Þú ættir ekki að hræða telpurnar svona, Karl, sagði mamma. ,,Sjáðu hvað þær eru stóreygar.

Pabbi horfði á þær og svo tók hann fiðluna sína niður af veggnum og byrjaði að spila og syngja:

,,Í kaupstað Doddi Kani fór
klæðum góðum hlaðinn.
En svo voru húsin, - sagði hann, - stór,
að sást ekki í staðinn.

Lára og María gleymdu alveg óða hundinum.

,,Og nokkrar byssur sá hann svo,
svona gríðar stórar:
Til að þoka þeim úr stað
þyrfti merar fjórar.

Og þegar hleypt var þessum af
þurfti býsn af púðri,
þær gerðu slíkan gríðarhvell
sem glymdi hátt í lúðri.

Pabbi sló taktinn með fætinum og Lára klappaði saman lófunum meðan hann söng:

,,Um Dodda Kana dátt ég syng,
um Dodda vil ég syngja,
um dodda Kana dátt ég syng,
um Dodda vil ég syngja.

(34-5)

Fleira eftir sama höfund

Húsið við ána

Lesa meira