Beint í efni

Hvítalogn

Hvítalogn
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?

Úr bókinni

Helga tókst að komast vel inn í bók Elínar á þeim rúma hálftíma sem vélin var í loftinu. Honum hafði aldrei þótt þægilegt að lesa í flugi en gat þó látið sig hafa það. Hann gat alls ekki lesið í bíl en flugvélin var þó skömminni skárri að því leyti. Vandamálið var hins vegar að hann kaus helst að lesa góðar bækur í notalegu umhverfi, þannig urðu bestu minningarnar til. Það var svo sannarlega ekki uppi á teningnum þegar flugferðir voru annars vegar. Lykt af flugvélabensíni, þröng sæti og hávaði, slíkt átti ekki vel við góðar bækur.
   Sagan reyndist vera jafngóð og hann minnti, sterk frumraun frá höfundi sem síðan hafði slegið rækilega í gegn. Hann taldi sér líka trú um að hann hefði kynnst Elínu örlítið við lesturinn. Á baksíðu bókarinnar var mynd af höfundi, Elínu sem þá var á fimmtugsaldri, grannleit, með liðað hár, axlarsítt. Myndin var í svarthvítu, eins og til að auka á dulúðina, en höfundurinn brosti þó til lesandans, myrkrið var ekki meira en svo. Helgi hafði séð nýlegar myndir af henni og hún hafði auðvitað elst, en virðulega þó, og svipurinn alltaf sá sami.
   Hann kveikti fyrst á farsímanum þegar hann kom út úr flugstöðinni og var á leið inn í leigubíl. Það var hráslagalegt um að litast í höfuðborginni á þessum fyrsta degi nóvembermánaðar, napurt og hvasst. Veturinn var kominn til Akureyrar en við flugvöllinn í Vatnsmýrinni snerist haustið í kringum sjálft sig á ógnarhraða og kuldinn nísti inn að beini. Þá kunni hann betur við Norðurland, eins og oft áður.
   Helgi nam staðar þegar hann veitti því athygli að hans biðu ótal smáskilaboð frá Anítu. Kuldinn minnti hressilega á sig þar sem hann stóð kyrr í nepjunni.
   Hringdu.
   Hvar ertu?
   Þú verður að hringja.

   Allt í þessum dúr. Helgi hafði sannarlega ekki kynnst þessari hlið á Anítu áður, eitthvað hlaut að hafa komið upp á.
   "Hæ, fyrirgefðu, ég var í flugi. Þurfti að fljúga heim fyrr út af vinnunni. Er ekki allt í lagi?"
   Hún svaraði spurningunni ekki alveg strax.
   "Konan þín, Helgi, fyrrverandi konan þín, meina ég ..."
   Hann greip andann á lofti.
   "Bergþóra? Ha ..."
   Aníta vissi auðvitað af Bergþóru, hafði heyrt sögurnar af henni, af því andlega ofbeldi sem hún hafði beitt Hlega. Hann hafði ekki sagt henni frá líkamlega ofbeldinu, vildi ekki ræða það.

(s. 44-45)

 

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira