Beint í efni

Kvæði 84

Kvæði 84
Höfundur
Kristján Karlsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1984
Flokkur
Ljóð

Úr Kvæðum 84:

Daglegt líf fyrir sextíu árum I

tvisvar
var systirin leidd fyrir rétt
hlaut vægan dóm, í byrjun júní

söngleikar
í Iðnó tæmdu vitund
almennings hvað eftir annað

bróðirinn
dó ríkur eftir langdregið vor fyrr eða síðar
í símskeyti frá Argentínu

héðan séð
lítur vorið þegar kona drap bróður sinn
á Grettisgötunni þannig út:

tilfinningalíf
fólksins breiðist út, eyðileg
byggðin þéttist í sólskininu.

(s. 40)

Fleira eftir sama höfund

Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum. Sögur

Lesa meira

Kvæði 87

Lesa meira

Kvæði 81

Lesa meira

Kvæði

Lesa meira

Kvæði 90

Lesa meira

Kvæði 03

Lesa meira

Kvæði 92

Lesa meira

Kvæði 94

Lesa meira

Ljóð í Moderne islandske dikt

Lesa meira