Beint í efni

Ljóð á landi og sjó

Ljóð á landi og sjó
Höfundur
Karl-Erik Bergman
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Valin ljóð eftir sænska ljóðskaldið Karl-Erik Bergman.

Úr Ljóð á landi og sjó

Sub marin

Að synda gegnum möskva
er hættulegur leikur fyrir fiska.
Möskvar geta svo hæglega flækt bráð sína fasta.
Bara að fara of nálægt netinu,
getur verið hættulegt.

Ég fann eitt sinni skerandi þræði netsins
logsvíða hörund mitt.
Hræddur
við þetta óendanlega langa og djúpa net
dró ég mig í hlé niður í djúpið dimma.
Í útfjólublárri birtunni þar
getur veröldin allt eins verið appelsína
og ég sjálfur lítil rækja í þanginu.

Fleira eftir sama höfund