Beint í efni

Loftnet klóra himin

Loftnet klóra himin
Höfundur
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Ljóð


Bókin skiptist í átta hluta: Minnist í leiðinni; Hversdagslíf; Dauði; Kosmos og slíkir draumar; Tíðindaleysi; Af týpum; Ást; Konur og önnur dýr.

Úr Loftnet klóra himin:

Tungllaus dagur

Tætingsleg tilvist.
Hvítan í augunum
alltaf að umbreyta
skýjalufsum
í hvítt dagstungl
sem er þar alls ekki.

Ekkert sefandi tungl,
enginn máni
í hvítum tætingnum.
Dauðþreyttur hvílist hann
eftir síðasta fyllirý.

Sjórinn æddi yfir skerin á því háflóði
og sogaði til sín konu
fyrir hafguðinn að dónast með í drauganeti.

Sjaldan nær fólk
að stinnast í fulla stærð
fyrir því sem stjórnar tunglum.

Sker í tungls stað
ávaxtahold sítrónunnar,
þá gulu plánetu,
sem mettar andann
súrum iðrum
og vekur vítamínska von.

(23)

Pokakona segir sögur

Hef teygað marga fjöru
teygt hlaupið, hveljuna, sálina
um sjálfa mig og aðra
sem úlfur með loftnet
til að lifa af
og halda heilu.

Úlfur með loftnet,
krakkar,
það er tilfinning í lagi.

Festi fætur í gildrum,
nagaði jafnóðum af,
flaug burt,
grét hjartanu,
tinaði raftaugum,
skynjaði dýrð.

(121)

Fleira eftir sama höfund

Stúlka með fingur

Lesa meira

Síðari aldir

Lesa meira

Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga

Lesa meira

Stúlka í turni

Lesa meira

20. öld

Lesa meira

Tröllasaga

Lesa meira

Löngu horfin jól

Lesa meira

Nýi jólasveinninn

Lesa meira

Sólin býr til jólin

Lesa meira