Beint í efni

Lýðurinn

Lýðurinn
Höfundur
Mariano Azuela
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1994
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Los de abajo eftir Mariano Azuela í þýðingu Guðbergs.

Úr Lýðnum

Slagurinn var stuttur og ofsafenginn, næstum með mennskum hætti. Hanarnir ruku saman, líkt og stálfjaðrir slengdu þeim í átökin. Hálsarnir ýfðust og svignuðu, augun voru eins og kórall og kambarnir reistir, klærnar krepptar, og andartak snertu þeir ekki einu sinni jörðina, fjaðurhamirnir flæktust saman og goggar og klær runnu í eitt; sá rauðbrúni losaði sig og slengdist út fyrir línuna með lappirnar upp í loftið. Blóðrauð augun slokknuðu, kóralbleik augnlokin lokuðust hægt og hinar ýfðu fjaðrir engdust skjálfandi í blóðpolli.

(s. 153)

Fleira eftir sama höfund