Beint í efni

Mörg eru ljónsins eyru

Mörg eru ljónsins eyru
Höfundur
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Glæsikonan og sjónvarpsþulan Guðrún Óðinsdóttir hefur örlög margra í hendi sér. Mennirnir eru allnokkrir og elska hana allir. Hverjum er hún verst? Hvern elskar hún mest? Fuglinn í hendi eða hinn í skógi? Þegar maður finnst með höfuðið sundurskotið þarf rannsóknarlögreglumaðurinn Leó að grafast fyrir um fortíð hans.

Þessi skáldsaga kallast á við skáldsögu Þórunnar Kalt er annars blóð (2007) sem sótti efnivið sinn til Njálu en hér er leitað í Laxdælu.

Úr Mörg eru ljónsins eyru:

Henni líst vel á Bolla, svo mildan og næman. Kjartan er frekari á athygli hennar. Hún þekkir þá ekki þótt hún kannist við þá, en liður vel í návist þeirra. Horfir á tvo aðra í pottinum, mann á sama aldri og þeir, sá er með lítil fiskaugu, enga dýpt og allt of stóran munn, og annan gamlan, greinilega útlendan, með hendur á bumbu og háðskar augabrúnir sem loðna bursta. Kraftmiklar, fallegar en óstyrkar hendur. Sá brosir við athygli hennar svo hana hryllir við. Engin gleði þar undir, bara krókódíll að horfa á brjóstin á henni. Engin kitlandi forsmekkur að góðu eins og i brosi Bolla. Hún fær kraft úr viðbjóðnum sem það vekur henni að elta löngun karlsins inn í líkama sinn. Drífa sig að synda. Bráðum.
Bolli reynir að halda henni áfram með því að tala um Halldór Laxness, þá tuggu, hún hlustar með öðru eyranu, Bolli segir að hann hafi sinnt einni hugsun heilan dag, heila nótt.
- Hann gerði allt vel, tekur Kjartan undir, - reykti vel, drakk vel, borðaði, fór í gönguferðir, átti sundlaug.
Hún fylgist með þeim svo hún þurfi ekki að horfa á karlinn. Kjartan er ljóshærður með falleg, djúp augu. Tennurnar eins og fegurð fyrsta snævar. Horfir eins og hann langi inn í drauma hennar og henni finnst það gott. Snertir hana með augunum á prúða staði.
- Voða litla, segir Bolli, - varla hægt að synda.
- Já, synda, segir hún, tekur sundhettuna og gleraugun í hægri hönd, bakkar upp tröppurnar sitjandi eina tröppu í senn, lyftir fyrst fótum, svo bakhluta, til skiptis, leggur lófana á kantinn og vippar sér beint upp úr án þess að blessa, óljóst sjáumst eða eitthvað svífur á milli þeirra. Hreyfingarnar eru hægar og fullar, það gerir hana svo nautnalega. Þeir horfa báðir eftir henni ganga að dýpri endanum á meðan hún tyllir hárinu í hnút í teygju sem hún hefur á baugfingri, dregur hettuna niður og gleraugun yfir og stingur sér fagurlega. Sumar konur eru meira að segja fagrar með hettu og glyrnur.
(s. 63-64)

Fleira eftir sama höfund

Stúlka með fingur

Lesa meira

Síðari aldir

Lesa meira

Leikfélag Reykjavíkur: Aldarsaga

Lesa meira

Stúlka í turni

Lesa meira

20. öld

Lesa meira

Tröllasaga

Lesa meira

Löngu horfin jól

Lesa meira

Nýi jólasveinninn

Lesa meira

Sólin býr til jólin

Lesa meira