Beint í efni

Nokkur almenn orð um kulnun sólar

Nokkur almenn orð um kulnun sólar
Höfundur
Gyrðir Elíasson
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2009
Flokkur
Ljóð
Af bókarkápu:

Nokkur almenn orði um kulnun sólar er þrettánda ljóðabók Gyrðis Elíassonar sem heldur áfram að einfalda ljóðmál sitt í þessari einstöku bók. Ljós og áhrifaríkur skáldskapur, prýddur þeirri myndvísi sem einkennir verk Gyrðis Elíassonar, blandast hér gamansemi og náttúrulýrík af ýmsu tagi, heitum tilfinningum og ótta sem er nær yfirborðinu en oft áður. Þá geymir bókin hvassa samfélagsgagnrýni í afstöðu sinni til náttúrunnar og þess smáa sem hún geymir.

Úr Nokkur almenn orð um kulnun sólar:

Á uppleið

Dordingull fikrar sig
upp léttspunninn þráð
þetta kvöld í gamla
kirkjugarðinum,
eins og dýrlingur
á leið til himna


Stjörnufræði fyrir byrjendur

Venus á kvöldhimninum,
maður hugsar um gufuhjúpinn
og ofurhitann. Kannski var þar
merkileg siðmenning sem
við vitum ekkert um og leið
undir lok af sömu orsökum
og ógna okkur hér

Hvernig bíla skyldu þeir
hafa átt?

Fleira eftir sama höfund

Die Hunde

Lesa meira

Antennen

Lesa meira

Die Sommerferien

Lesa meira

Ein Holzfisch

Lesa meira

Ein Flügelmensch

Lesa meira

Poesia 136

Lesa meira

Inferno

Lesa meira

Gula húsið

Lesa meira