Beint í efni

Öðruvísi saga

Öðruvísi saga
Höfundur
Guðrún Helgadóttir
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Barnabækur

Um bókina:

Loksins er Karen Karlotta orðin tíu ára og sumarið er viðburðaríkt – hún veltir fyrir sér stóru sem smáu, allt frá agnarlitlum villtum blómum úti í móa til flókinna stríðsátaka lengst úti í heimi. Á afmælisdaginn kemur bréf frá afa í Englandi þar sem hann býður allri fjölskyldunni í heimsókn um haustið og ekki verður það til að einfalda líf Kæju eða fjölskyldu hennar! Amma vill alls ekki fara og enginn hinna þorir einu sinni að hugsa til þess að sumarið taki enda og haustið komi.

Öðruvísi saga er þriðja og síðasta bókin í þríleik Guðrúnar um Karen Karlottu og Jöra bróður hennar og stóru fjölskylduna þeirra. Hinar tvær eru Öðruvísi dagar (2003) og Öðruvísi fjölskylda (2004).

Úr Öðruvísi sögu:


Amma hafði lagt svo fallega á borðið og kveikt á kertinu í stjakanum. Við fengum heitar kleinur og æðislega eplaköku með þeyttum rjóma. Valgerður fékk te en ég fékk appelsínusafa, sem amma kreistir beint úr appelsínu.
Mikið er þetta gott, sagði Valgerður. Ég vildi að ég kynni að baka svona góðar kökur. Hvernig kynntust þið Kolbeinn eiginlega? spurði hún svo allt í einu.
Mér fannst hjartað í mér hætta að slá. Ég leit á ömmu, en mér fannst henni ekki bregða eins mikið. Eins og hún hefði átt von á spurningunni.
Það var nú bara þannig að ég var í smávandræðum og hann bar að og reyndist mér hjálplegur, sagði hún rólega. Úr því varð að við fórum að spjalla og hann sagði mér að hann væri einn heima, og þannig þróaðist þetta. Hann er mikill indælsipiltur.
Ég var hætt að trúa mínum eigin eyrum. Þarna sat Karlotta amma sallaróleg og skrökvaði eins og hún hefði aldrei gert annað. Var heimurinn að velta um koll? Hún hefði átt að halda fleiri ræður yfir okkur krökkunum um að við ættum alltaf að segja satt. Ein lygi fæðir af sér sjö aðrar, sagði hún einhvern tíma. En svo fór ég að hugsa um af hverju amma ætti eiginlega að segja henni frá því þegar Kolbeinn var að reyna að brjótast inn hjá henni af því að hann var í eintómu rugli? Hann sem var hættur allri vitleysu og var bara stórfínn strákur? Allir yrðu bara leiðir. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri alveg rétt hjá ömmu þó að hún segði ekki alveg satt.

Fleira eftir sama höfund

I Troll Islandesi

Lesa meira

Islandi trollilugu

Lesa meira

Ekkert að marka!

Lesa meira

Ekkert að þakka!

Lesa meira

Flumbra : an Icelandic Folktale

Lesa meira

Flumbra: en islandsk troldemor

Lesa meira

Í abbasa húsi

Lesa meira

Í afahúsi

Lesa meira

Jon Egil og Jon Bjarne

Lesa meira