Beint í efni

Pedro Paramo (Pétur heiði)

Pedro Paramo (Pétur heiði)
Höfundur
Juan Rulfo
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Pedro Paramo eftir Juan Rulfo í þýðingu Guðbergs.

Úr Pedro Paramo (Pétri heiða)

... Ég hef svikið þá sem þykir vænt um mig og binda mig við traust sitt og leita til mín, svo ég verði tengiliður milli þeirra og guðs. En hvernig hefur trúin gagnast þeim? Auðlegð himinsins? Eða hreinleiki sálar þeirra? Og til hvers er sálin hreinsuð ef á hinstu stundu... Augnaráð Maríu Dyada er mér enn fyrir hugskotssjónum, þegar hún kom og bað mig að bjarga Eduviges systur sinni:

- Hún þjónaði ætíð sínum líkum. Hún gaf þeim allt sem hún átti. Hún eignaðist jafnvel barn með öllum. Og hún bar það fyrir þá svo einhver gengist við því, en það vildi enginn. Þá sagði hún við mennina: “Ef svo er þá er ég líka faðir barnsins þótt ég hafi verið af tilviljun móðir þess.” Þeir níddust á gestrisni hennar sem spratt af þeirri gæsku að hún vildi ekki móðga þá eða troða illsakir við aðra.

- En hún framdi sjálfsmorð. Hún vann gegn guðs vilja.

- Hún átti ekki aðra útgönguleið. Hún ákvað að fara hana líka af gæsku sinni.

- Hún brást á síðustu stundu, sagði ég við systur hennar. Á hinstu stundu. Hún hafði safnað í lausnarsjóði en glataði þeim á svipstundu!

- Hún glataði þeim ekki. Hún dó erfiðum dauða. Og þjáningin... Þú kenndir okkur eitthvað um þjáninguna, en nú hef ég gleymt því. Hún fór vegna þeirrar þjáningar. Dó og engdist í blóði sem ætlaði að drekkja henni. Ég sé gretturnar enn, og gretturnar voru þær sorglegustu sem sjást á andliti manna.

- Kannski ef bæna er nógu oft beðið.

- Við biðjum ákaft, faðir.

- Ég sagði kannski; gregoríanskar messur gerðu ef til vill gagn, en þá þyrftum við aðstoð og láta senda eftir prestum. Og það kostar fé. Andpænis mér var augnaráð Maríu Dyada, vesællar barnakonu.

- Ég er félaus. Þú veist það, faðir.

- Sleppum þessu þá. Treystum Guði.

- Já, faðir.

(s. 31-32)

Fleira eftir sama höfund