Beint í efni

Plateró og ég

Plateró og ég
Höfundur
Juan Ramón Jiménez
Útgefandi
Menningarsjóður
Staður
Reykjavík
Ár
1965
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Platero y yo eftir Juan Ramón Jiménez í þýðingu Guðbergs.

2. útg. JPV forlag, 2000.

Platero og ég er þekktasta ritverk spænska Nóbelsverðlaunaskáldsins Juans Ramóns Jiménez. Sagan, sem kom fyrst út árið 1914, fjallar um skáld og asnann Platero, ferðafélaga þess. Saman flakka þeir um þorpið Moguer og nágrenni þess í Andalúsíu.

Úr Platero og ég

Hrollur

TUNGLIÐ fylgir í slóð okkar, stórt, kringlótt, tært. Í draumhöfgum högunum sést eitthvað ógreinilegt líkt og svartar geitur séu innan um krækiberjarunnana ... Einhver skýst hljóðlega í felur þegar við förum fram hjá ... Risavaxið möndlutré gnæfir yfir dalverpið, hringað skrúði og tunglskini. Laufkrónan er hulin hvítu skýi og skyggir yfir veginn sem er stafaður örvadrífu maístjarna ... Þungur ilmur af appelsínum ... raka og þögn ... Nornagilið ...

- Hvílíkur kuldi ... Platero!

Plateró brokkar annaðhvort knúinn áfram af óttanum í mér eða sínum eigin, kemst að læknum, stígur á tunglið og brýtur það í smátt. Um lappirnar á honum hnýtist eins konar bjart kristallsnet úr rósum sem ætlar að hefta hann á stökkinu ...

En Platero brokkar upp hæðina, setur í bakið eins og einhver sé á hælum hans. Núna finnur hann ríka, langþráða mildi streyma frá þorpinu sem er ekki langt undan ...

(s. 11)

Fleira eftir sama höfund