Beint í efni

Ríkisráðið

Ríkisráðið
Höfundur
Boris Akúnin
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Statskij sovetnik eftir Boris Akúnin.

Fandorin, ríkisráð í Moskvu, er talinn slyngasti rannsóknarlögreglumaður Rússlands og yfirboðarar hans fela honum þess vegna að tryggja öryggi háttsettra embættismanna. Flokkur hryðjuverkamanna, undir stjórn hins dularfulla Grín, leikur hins vegar á hann, og Moskva nötrar í sprengjudunum. Loksins virðist Fandorin hafa hitt ofjarl sinn...

Úr Ríkisráðinu

Þegar fingur hennar kipptust við og réttu úr sér stóð hann varlega á fætur og gekk út út svefnherberginu. Hann þurfti reyndar að ljúka við að ganga frá sprengiefninu.
Þegar hann kom fram á gang var honum af tilviljun litið fram í forstofu og hann stirðnaði upp.
Enn eitt hvítt umslag. Undir bréfalúgunni á útihurðinni.
Í bréfinu stóð:

Þetta var slæmt. Þeir sluppu báðir. En það er hægt að bæta úr því. Pozharskij og Fandorin eiga aftur með sér leynifund. Í Brjúsov-garðinum klukkan níu í fyrramálið.
TG

Grín varð þess var að hann brosti. Enn furðulegri var þó sú hugsun sem skaut upp kolli í höfði hans.
Guð er til þrátt fyrir allt. Hann heitir TG og er samverkamaður byltingarinnar og hann á ritvél af gerðinni Remington-5.
Er þetta ekki það sem kallað er skrýtla?
Eitthvað hafði breyst hið innra með honum og í heiminum allt um kring. Hann skildi ekki hvort það vissi á illt eða gott.

(s. 240)

Fleira eftir sama höfund

Vetrardrottningin: eða fyrsta mál Fandorins

Lesa meira

Krýningarhátíðin : eða síðasti Romanovinn

Lesa meira

Leviatan: Morðingi um borð

Lesa meira