Beint í efni

Suðrið

Suðrið
Höfundur
Jorge Luis Borges
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1975
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Valdar smásögur eftir Jorge Luis Borges í þýðingu Guðbergs.

Endurútgefin: Mál og menning, 1999.

Úr Suðrinu

Hvað sem öðru líður, þá er ég dæmdur til algerrar glötunar, og einungis eitthvert andartak lífs míns mun geta lifað sjálft sig í hinum. Smátt og smátt rífur hann allt til sín, þótt mér gremjist sú venja hans að falsa og mikla. Spinoza skildi, að allir hlutir vilja vera til í sínu eigin sjálfi. Steinninn vill vera endalaus steinn, og tígrisdýrið tígrisdýr. Mér er sá einn kostur gefinn, að vera til í Borges, ekki í sjálfum mér (ef ég er þá nokkur). En ég þekki sjálfan mig miklu síður í bókum hans en í mörgum öðrum bókum eða í stríðum strengleik gítarsins. Fyrir löngu reyndi ég að sleppa frá honum og flýði á náðir goðsagna úthverfisins, flýði að leikjum við tímann og við óendanleikann. En núna eru þeir leikir orðnir leikir Borgesar, og mér ber nauðsyn til að finna upp eitthvað nýtt. Þannig er líf mitt stöðugur flótti, og allt glatast mér, og allt heyrir gleymskunni til eða hinum.

Mér er ómögulegt að vita, hvor okkar skrifar þessa blaðsíðu. (s. 32)

Fleira eftir sama höfund