Beint í efni

Svefninn langi

Svefninn langi
Höfundur
Raymond Chandler
Útgefandi
Uglan Reykjavík
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

The Big Sleep eftir Raymond Chandler í þýðingu Guðbergs.

Úr Svefninum langa

Ég þreifaði eftir lampa og kveikti á honum.

Það fyrsta sem ég tók eftir var að nokkrar útsaumaðar silkilengjur voru horfnar af veggnum. Ég hafði ekki talið þær, en merkin eftir þær á brúnu kalkinu voru auðsæ og berleg. Ég fór dálítið lengra og kveikti á öðrum lampa. Mér varð litið á indíánasúluna. Fyrir neðan hana, við endann á kínverska teppinu, hafði annað teppi verið breitt á autt gólfið. Það var ekki þar áðan. Líkið af Geiger hafði verið þar. En líkið af Geiger var horfið.

Ég stirðnaði upp. Ég strengdi varirnar yfir tennurnar og gaut augunum lymskulega að glerauganu í skurðgoðinu. Ég fór aftur um húsið. Allt var nákvæmlega eins og það hafði verið.

(s. 43)

Fleira eftir sama höfund