Beint í efni

Þagnarbindindi

Þagnarbindindi
Höfundur
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Útgefandi
Benedikt
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Ljóð

um bókina

Ljóðsagan Þagnarbindindi miðlar hugarheimi konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við konurnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt.

Á yfirborðinu hafa ljóðin lágstemmt yfirbragð hversdagsraunsæis en markvisst myndmál og athuganir undirstrika sársaukann í þögninni og tilfinningalega dýpt undir kyrrlátu yfirborðinu. 

úr bókinni

Þú sagðir eitt sinn:
Þú mátt ekki vera hrædd við að hætta með mér.

Ég hlustaði ekki heldur kæfði þessa hugmynd. Mér fannst eins og ég ætti að hughreysta þig, sannfæra þig um að ég myndi aldrei nokkurn tímann hætta með þér. Hvurslags vitleysa eiginlega? En ég hefði átt að hlusta. Ég hefði átt að segja takk og taka svo utan um þig, því kannski var þetta það fallegasta sem þú hefur sagt við mig.

Óeigingjörn ást, í opnum lófa, eins og fræ handa litlum spörfugli.

(s. 49)

Fleira eftir sama höfund