Beint í efni

Þar sem óhemjurnar eru

Þar sem óhemjurnar eru
Höfundur
Maurice Sendak
Útgefandi
AM forlag
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Where the Wild Things Are eftir Maurice Sendak í þýðingu Sverris Norland.

Þar sem óhemjurnar eru er að margra viti ein besta barnabók 20. aldar og hefur selst í næstum því tuttugu milljónum eintaka á veraldarvísu. Bókin er einstök táknsaga um ímyndunaraflið, þennan villta og óhamda stað innra með okkur, og er skreytt ógleymanlegum myndum höfundarins, hins bandaríska Maurice Sendak (1928–2012).

Kvöld eitt fer Max í úlfabúninginn sinn og hegðar sér eins og óhemja. Móðir hans sendir hann í háttinn án þess að drengurinn fái nokkurn kvöldverð. Fljótlega breytist herbergi Max hins vegar í ógnarstóra ævintýraveröld og hann siglir á bát alla leið þangað sem óhemjurnar eru…

 

Fleira eftir sama höfund