Beint í efni

Þegar vonin ein er eftir

Þegar vonin ein er eftir
Höfundur
Jeanne Cordelier
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1978
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

La dérobade eftir Jeanne Cordelier í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar.

Um bókina

Þegar vonin ein er eftir er óvenjuleg bók. Í henni segir Jeanne Cordelier, sem er 32 ára gömul, frá lífi sínu sem vændiskona í París. Í bók sinni tekst henni hið ótrúlega: Að segja allt og verða þó hvergi klámfengin. Hún reynir ekki að draga neitt undan en forðast samt að laða fram gluggagæginn sem leynist í sérhverjum lesanda. Í fimm ár lifði hún allar myndir vændis: lúxushótelin og krárnar, götuna, og vændishúsið. Hún kynntist öllum hættum sem fylgja vændi: barsmíðunum, óbótamönnunum, sadistunum með rakvélarblöðin og þeim sem draga upp byssuna þegar þeim finnst sér ógnað. Hún segir frá hinum hrjúfa félagsanda götunnar, frá sníkjulífi melludólganna, afskiptaleysi lögreglunnar. Hún var fjögur ár að skrifa bókina og hún uppskar laun erfiðis síns: Bók hennar hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á 18 tungumál. Saga Jeanne Cordelier lætur engan ósnortinn.

Fleira eftir sama höfund