Beint í efni

Upplitað myrkur

Upplitað myrkur
Höfundur
Gyrðir Elíasson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð

Sjá umfjöllun um Upplitað myrkur 

Úr Upplituðu myrkri:

Á Gljúfrasteini

     Sýndarveruleiki

Sofandi var ég þar í heimsókn
og skáldið enn á lífi. Mikil ró
í vinnuherberginu, og eimur af
vindlareyk. Hann sýndi mér bók
sem hann hafði skrifað og var ný-
komin út, um Jónas Hallgrímsson,
í ljósu bandi með fallegu letri
og rauðu í titilsíðu

Svo gaf hann mér eintakið,
og ég ók heim um lágnættið

Þegar ég vaknaði morguninn eftir
og leit syfjulega yfir heildarsafn HKL,
kokm einkennilega við mig að sjá ekki
bókina þar, því ég mundi vel
að við heimkomuna hafði ég sett
hana milli Kristnihaldsins
og Dagleiðar á fjöllum

(28)

Fleira eftir sama höfund

Die Hunde

Lesa meira

Antennen

Lesa meira

Die Sommerferien

Lesa meira

Ein Holzfisch

Lesa meira

Ein Flügelmensch

Lesa meira

Poesia 136

Lesa meira

Inferno

Lesa meira

Gula húsið

Lesa meira