Beint í efni

Vor úr vetri

Vor úr vetri
Höfundur
Matthías Johannessen
Útgefandi
Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1963
Flokkur
Ljóð

Teikningar eftir Gunnlaug Scheving.

Úr Vor úr vetri:

[brot]

Og enn er jörðin fögur eins og fyr
fjallblátt haf, með nið af yztu vogum
rís hamraey úr hvítum morgunlogum
í hljóðri tign með sól, er stendur kyr –

enn er særinn sunnanblár sem fyr
og selir halda vörð um naktar strendur,
vorið rennur sem vatn um þínar hendur
veraldarlaust með sól, er stendur kyr –

vindar hleypa hestum yfir skára
hvítavetrar, binda líf í fjötra,
vituð ér að veröldin mun nötra
í viðjum stríðs, sá dagur fer sem gára

um tímans vatn, en fögur eins og fyr
rís fold úr mar með sól er stendur kyr.


 

Fleira eftir sama höfund

Humus unter dem Asphalt

Lesa meira

Der rote Mantel und der Fuchs

Lesa meira

Auf dem Meer

Lesa meira

Camminando nell erica fiorita

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Hrunadansinn

Lesa meira

Höfuð úr sjó

Lesa meira

Vor úr vetri

Lesa meira

Jörð úr Ægi

Lesa meira