Beint í efni

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Æviágrip

Bergþóra Snæbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 1985 og ólst upp á sveitabænum ÚIfljótsvatni í Grafningi. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2004 og er með BA gráðu í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands auk MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá sömu stofnun. Hún stundaði einnig nám í kínversku fyrir útlendinga við Háskólann í Xiamen í einn vetur. 

Bergþóra hefur unnið að uppsetningu gjörninga og innsetninga ásamt Rakel MacMahon, myndlistarkonu.