Beint í efni

Soffía Bjarnadóttir

Æviágrip

Soffía Bjarnadóttir, rithöfundur, ljóð- og leikskáld fædd í Reykjavík 1975. Fyrsta skáldsaga hennar Segulskekkja kom út haustið 2014, fékk nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta og var gefin út í franskri þýðingu hjá Éditions Zulma. Soffía er með MA próf í alm. bókmenntafræði frá HÍ og einnig MA próf í ritlist. Jafnframt hefur hún lagt stund á leikhúsfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Ljóð eftir Soffíu hafa verið þýdd á ensku og portúgölsku og birst í tímaritum, m.a. Eufeme, Magazine de Poesia, í Portúgal.